Hraðstefnumót með frambjóðendum

Samfylkingin í Kópavogi efnir til hraðstefnumóts með frambjóðendum í flokksvali flokksins.
Miðvikudaginn 21. janúar kl. 18:00
Garðurinn Mathöll, Smáralind
Á hraðstefnumótinu gefst áhugasömum kostur á að spjalla stuttlega við hvern frambjóðanda, kynnast áherslum þeirra og ræða helstu málefni í aðdraganda kosninga.
Verið öll velkomin.
Alls hafa sex einstaklingar gefið kost á sér til setu á framboðslista flokksins.
Frambjóðendur:
• Jónas Már Torfason, 1. sæti
• Gunnar Gylfason, 1.–4. sæti
• Eydís Inga Valsdóttir, 2. sæti
• Sólveig Skaftadóttir, 2.–3. sæti
• Hákon Gunnarsson, 3. sæti
• Hildur María Friðriksdóttir, 3.–4. sæti