Nýarspartý og hraðstefnumót með frambjóðendum

Samfylkingarfélagið í Reykjavík býður í nýárspartí föstudaginn, 9. janúar í Akóges-salnum, Lágmúla 4.
Þar býður SffR öllum frambjóðendum að koma til móts við grasrótina.
Við byrjum um klukkan 18 og á fjölbreyttri dagskrá verður meðal annars svokallað „hraðstefnumót“ þar sem félögum býðst að setjast niður í nokkurra mínútna rabb við hvern og einn frambjóðanda.
Veitingar verða í bæði fljótandi formi og föstu formi eins og SffR er þekkt fyrir.
Verið öll velkomin!