Ræðum um fátækt í Reykjavík

SffR efnir til umræðufundar um fátækt í Reykjavík mánudaginn 19. janúar kl. 19:30 í húsnæði Samfylkingarinnar að Hallveigarstíg 1.
Erindi flytja:
• Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdarstjóri Vörðu: Vinnandi fátæk - er fátækt meðal launafólks á Íslandi?
• Hildur Oddsdóttir einstæð móðir og öryrki, varaformaður EAPN á Íslandi og stofnandi og formaður Hjálparkokka
• Sabine Leskopf, borgarfulltrúi: Innflytjendur og fátækt
• Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar: Fátækt er pólitísk ákvörðun
Umræður að loknum erindum.
Verið öll velkomin.