Undirbúningsfundur fyrir bæjarstjórnarkosningar

Viltu taka þátt í að móta framtíð Seltjarnarness?
Samfylking og óháðir á Seltjarnarnesi bjóða til opins fundar í undirbúningi fyrir Bæjarstjórnarkosningar 16. maí 2026.
Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 20. janúar, kl. 20:00 í vallarhúsinu við Gróttuvöll
Dagskrá fundarins:
- Tillaga stjórnar um uppstillingu framboðslista lögð fram til samþykktar,
- Tillaga um uppstillingarnefnd, skipaða að minnsta kosti þremur aðilum, konum og körlum á breiðum aldri, lögð fram til samþykktar.
- Umræða um stöðu mála í bæjarstjórn og á Seltjarnarnesi almennt
- Opið samtal um næstu skref og áherslur fram að kosningum
Framboðið verður í nafni Samfylkingarinnar, en fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á að bæta Seltjarnarnes, óháð flokksaðild.
Við viljum sérstaklega hvetja fólk úr öðrum flokkum og óháða íbúa til að mæta, taka þátt í umræðunni og vinna með okkur.
Við erum að leita að:
- fólki sem hefur áhuga á að bjóða sig fram,
- fólki sem vill taka þátt í málefnavinnu fyrir kosningar
- og fólki sem einfaldlega vill leggja sitt af mörkum til betra samfélags.
Skráning fer fram hér: https://forms.gle/QAh9xwXog7meazxW8
Einnig má hafa samband beint:
Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúi – 693 9367
Árni Emil Bjarnason, formaður Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi – 821 1412