Úrslit flokksvals í Reykjavík og partý

Laugardaginn 24. janúar komum við saman í Iðnó þegar niðurstöður flokksvals Samfylkingarinnar í Reykjavík verða kynntar.
Húsið opnar kl. 18:30
Niðurstöður kynntar kl. 19:00
Partýið stendur til kl. 01:00
Komdu og vertu með í þessari lýðræðislegu hátíð, fögnum saman niðurstöðunum og njótum kvöldsins í góðum félagsskap.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!