Hallveigarstígur 1 - 101 Reykjavík

Finnbjörn spjallar um Evrópumálin

Samfylkingarfélagið í Reykjavík gengst í vetur fyrir spjallfundum um Ísland og Evrópusambandið, og eru haldnir stuttir fundir mánaðarlega með einum gesti eða tveimur.

Næsti fundur verður núna á miðvikudaginn, 4. febrúar, frá kl. 17 til um 18.30, á Hallveigarstíg 1, og er gestur okkar þá Finnbjörn Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands.

Við spjöllum um fyrirheit ríkisstjórnarinnar í Evrópumálunum, um viðhorf til aðildar í verkalýðshreyfingunni og reynslu ASÍ af samvinnu alþýðusamtaka á evrópskum grundvelli.

Eftir mánuð, miðvikudaginn 4. mars, verður gestur okkar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, en einnig er væntanleg í spjall til okkar seinna í febrúar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra. Dagsetning er enn óákveðin.

Áður hafa spjallað við okkur Magnús Árni Skjöld, formaður Evrópuhreyfingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnlaugsdóttir utanríkisráðherra og Dagur B. Eggertsson alþingismaður.

Þetta spjall um Evrópu er haft á lágu nótunum, fjarri kastljósi fjölmiðla, og er tilgangurinn bæði að fræðast og undirbúa sig fyrir atkvæðagreiðsluna um aðildarviðræður seinna á kjörtímabilinu.
Allir félagar velkomnir ‒ og takið með ykkur gesti!