Pallborðsumræður með frambjóðendum

Miðvikudaginn 4. febrúar kl. 20:00 stendur Samfylkingin í Kópavogi fyrir pallborði í veislusal Gerplu, Versölum 3 með öllum frambjóðendum sem bjóða sig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Þar gefst kjörið tækifæri til að hitta frambjóðendur, kynnast áherslum þeirra og ræða helstu málefni í aðdragandi kosninga.
Við hvetjum alla kjósendur til þess að mæta og kynna sér frambjóðendurna og eiga góða stund með okkur.
Umræður stjóri er Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur.