Landsfundur Samfylkingarinnar 2020

Landsfundur Samfylkingarinnar er stærsti pólitíski viðburður Samfylkingarinnar - jafnaðarmannaflokks Íslands 2020.

Yfir þúsund landsfulltrúar af öllu landinu eru skráðir á fundinn í ár. Kosning í embætti, stefnuræða formanns og stjórnmálaályktun samþykkt. Fundurinn verður alfarið rafrænn í ár og mun einkennast af upptakti fyrir alþingiskosningarnar 2021.

 

Yfirskriftin að þessu sinni er „Vinna, velferð og græn framtíð“ og dagskráin fjölbreytt og spennandi. Í ljósi þess að fundurinn er alfarið rafrænn verður það lagt til á fundinum að málefnastarfi flokksins verði frestað þangað til á flokksstjórnarfundi sem haldinn verður eftir áramót.

 

Streymi á fundinn: https://livestream.com/accounts/11153656/events/9375424/player

 

Hér má finna dagskrá fundarins: https://xs.is/dagskra-landsfundar

Upplýsingar um kosningar má finna hér: https://xs.is/kosningar .