Samræður um heilbrigðismál um land allt
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar kynnti nýja nálgun í málefnastarfi flokksins á flokksstjórnarfundi í Hafnarfirði 4. mars sem nú er unnið eftir.
Nú er málefnastarfið farið af stað! Fyrsta skrefið er samræður um heilbrigðismál um land allt núna í vor. Liður í því er að Samfylkingin boðar til hátt í fjörutíu opinna funda í samstarfi við aðildarfélög og aðrar einingar flokksins. Öllum er velkomið að mæta og taka þátt. Á opnu fundunum verða fulltrúar úr stýrihópi um heilbrigðismál og öldrunarþjónustu auk fulltrúa úr forystu flokksins, bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum.
Málefnastarfið um heilbrigðismál verður helsta áhersla Samfylkingarinnar fram á haust. „Útkoman á að vera verklýsing fyrir næstu ríkisstjórn; forgangsröðun og skýr pólitík; verkefnalisti frá fyrstu 100 dögunum og upp í fyrstu tvö kjörtímabilin í ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar,“ eins og Kristrún orðaði það í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi.
Smellið hér til að sjá upplýsingar um málefnastarfið og hvernig þú getur tekið þátt.
Stýrihópurinn er farinn á fullt
Stýrihópinn um heilbrigðismál skipa Anna Sigrún Baldursdóttir sem er formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Sindri Kristjánsson. Þau hafa þegar haldið nokkra fundi til að skipuleggja vinnuna sem er framundan og meðal annars haldið fundi með forystu flokksins, þingflokki og 60+.
Næst á dagskrá er að blása til opinna funda um land allt en stýrihópurinn mun einnig eiga fundi með heilbrigðisstofnunum, sérfræðingum og fólki af gólfinu úr heilbrigðis- og öldrunarþjónustunni.
Fyrstu opnu fundirnir á Suðurnesjum
Í dag fundar stýrihópurinn með fulltrúum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Hrafnistu í Reykjanesbæ. Fyrstu opnu fundirnir verða síðan eftir helgi á Suðurnesjum — fyrst í Reykjanesbæ, svo í Garðinum og í Grindavík.
Hér eru upplýsingar um fyrstu fundina:
Reykjanesbær
Park Inn
mánudag 27. mars kl. 17:00
Garður
Kiwanishúsið
mánudag 27. mars kl. 20:00
Grindavík
Bryggjan
þriðjudag 28. mars kl. 12:00
Garðabær
Dæinn
laugardagur 1. apríl kl. 11:00
Reykjavík
Iðnó (Sunnusalur)
laugardagur 1. apríl kl. 13:00
Borgarnes
Geirabakarí
mánudagur 3. apríl kl. 17:00
Akranes
Samfylkingarsalurinn í Stillholti 16-18
mánudagur 3. apríl kl. 20:00
Meira síðar — fylgist vel með!