Samræður um heilbrigðismál halda áfram

Á flokksstjórnarfundi í mars kynnti Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, nýja nálgun í málefnastarfi sem nú er unnið eftir. Nú tekur Samfylkingin fyrir eitt forgangsmál í einu af fullum þunga.

Heilbrigðismálin eru fyrst á dagskrá og þau verða í forgrunni í málefnastarfi Samfylkingarinnar alveg fram á næsta haust. Stýrihópur um heilbrigðismál og öldrunarþjónustu fór hratt af stað og hefur þegar haldið fjölda opinna funda auk vinnufunda með fólki af gólfinu og öðrum sérfræðingum.

Fyrsti liður vinnunnar er opið samtal þar sem öllum er velkomið að taka þátt, bæði flokksfélögum og þeim sem standa utan flokks. Þá hefur fjöldi fólks skráð sig til að vera stýrihópi og forystu flokksins innan handar í því verkefni sem nú er farið af stað.

Smelltu hér fyrir frekar upplýsingar um málefnastarfið og hér til að skrá þig til leiks.

Strax að teiknast upp skýr mynd

Fyrstu fundirnir á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæði og Vesturlandi hafa gengið vel. „Þetta fer mjög vel af stað. Og það er athyglisvert að það er strax farin að teiknast upp skýr mynd af raunhæfum væntingum fólks til heilbrigðisþjónustunnar og hvað sé mikilvægast að gera betur,“ segir Kristrún Frostadóttir sem kveðst hlakka til að taka saman og greina frá afrakstri vinnunnar.

Kristrún bætir við: „Það hefur líka verið gaman að sjá hvað fundirnir eru vel sóttir af fólki sem hefur aldrei tengst Samfylkingunni áður en brennur sérstaklega fyrir þessum málaflokkum. Þar fáum við dýrmætt sjónarhorn.“

Næstu opnu fundir á Snæfellsnesi og á Norðurlandi eystra

Samræðurnar um heilbrigðismál halda áfram núna strax eftir páska með átta opnum fundum sem verða á Snæfellsnesi og á Norðurlandi eystra. Hér eru upplýsingar um næstu fundi:

STYKKISHÓLMUR
Nesbrauð
þriðjudagur 11. apríl kl. 17:00

ÓLAFSVÍK
Salur Verkalýðsfélags Snæfellinga
þriðjudagur 11. apríl kl. 20:00

AKUREYRI
Múlaberg
miðvikudagur 12. apríl kl. 12:00

DALVÍK
Berg menningarhús
miðvikudagur 12. apríl kl. 17:00

SIGLUFJÖRÐUR
Salur Einingar-Iðju
miðvikudagur 12. apríl kl. 20:00

HÚSAVÍK
Gamli Baukur
fimmtudagur 13. apríl kl. 12:00

ÞÓRSHÖFN
Enn 1 skálinn
fimmtudagur 13. apríl kl. 17:00

VOPNAFJÖRÐUR
Hótel Tangi
fimmtudagur 13. apríl kl. 20:00

Fleiri fundir verða kynntir á næstu dögum!