Frestur til að skila inn tillögum er 14. mars

Frestur til að skila inn tillögum fyrir landsfund er á föstudaginn, 14. mars, kl. 23:59, þær skulu berast á tölvupóstfang [email protected].
Aðeins tillögur sem berast stjórn fyrir 14. mars kl. 23.59 verða til umfjöllunar á landsfundi. Ekki verður hægt að bera upp nýjar tillögur í málefnanefndum á landsfundi. Tillögur skal senda á [email protected].
Vinsamlega notið sniðmátið sem er að finna hér fyrir neðan.
Verklag málefnastarfs inn á landsfundi
Á landsfundi eru stefnudrögin kynnt á föstudeginum 11. apríl. Eftir að tillöguflytjendur hafa mælt fyrir tillögu vísar fundarstjóri breytingartillögum til viðeigandi málefnanefnda til umfjöllunar.
Málefnanefndir fara yfir tillögur og geta gert breytingar innan efnislegs ramma. Fundarstjóri metur hvort breytingartillaga fari utan upphaflegs tilgangs. Ef breytingartillaga fær ekki brautargengi innan nefndar getur tillöguflytjandi lagt hana fyrir landsfund sem minnihlutatillögu.
Stefnan fer í lokaafgreiðslu þar sem landsfundarfulltrúar kjósa um breytingartillögur. Meirihlutatillögur eru bornar upp í einu og eru teknar fyrir fyrst. Minnihlutatillögur eru bornar upp eftir afgreiðslu meirihlutatillagna. Minnihlutatillögur þurfa skriflegan stuðning minnst 9 landsfundarfulltrúa til að vera lagðar fram til kosningar.
Að lokum er stefnan, með áorðnum breytingum, borin upp til endanlegrar staðfestingar.
Gögn fyrir landsfund