Hér geturðu séð hvernig við meðhöndlum athugasemdir og skrif á okkar samfélagsmiðlum

Við viljum gjarnan að á samfélagsmiðlum okkar fari fram samræður og rökræður og við svörum spurningum og athugasemdum eins og okkur er unnt. Við skrifum ekki um einstök mál, t.d. um einkafjármál fólks.

Öllum á að finnast þau velkomin og það sé sjálfsagt að skrifa erindi inn á síðuna og athugasemdir við upphafsinnlegg. Þess vegna tökum við alvarlega okkar ábyrgð á að skrif og athugasemdir séu uppbyggileg og málefnaleg. Samfélagsmiðlar okkar eru ekki vettvangur fyrir aðra stjórnmálaflokka.

Við styðjumst við eftirfarandi reglur:

·       Passaðu að sýna virðingu í því sem þú skrifar.

·       Athugasemdir þínar eiga að tengjast upphafsinnlegginu.

·       Sýndu öllum virðingu í skrifum þínum. Ef þér mislíkar eitthvað sem hér er skrifað ertu hvattur/hvött til að tilkynna það.

·       Ómálefnalegar athugasemdir eru ekki leyfðar.

·       Óviðeigandi, stuðandi, hæðnisfullar og meiðandi athugasemdir eru ekki leyfðar.

·       Árásir á einstaka félaga og einelti er ekki leyft.

·       Augljóslega rangar upplýsingar og lygar eru ekki leyfðar.

Skrifum og athugasemdum sem brjóta gegn þessum reglum verður eytt og höfundar þeirra eiga á hættu á að verða útilokaðir frá hópnum. Minnt er á siðareglur flokksins. Samfélag okkar er á ábyrgð okkar allra – verum gott samfélag!

Viltu spyrja okkur um tiltekið pólitískt málefni? Sendu okkur þá skilaboð á [email protected]