Samfylkingin í Suðurkjördæmi

Oddvitinn Oddný

Oddný var fyrsta konan í sögu Íslandstil að gegna embætti fjármálaráðherra. Það á líka vel við, enda er hún stærðfræðikennari og skólastjóri. Í Oddnýju berst jafnaðarhjarta og hún vill róttækar aðgerðri í þágu barna, fátækra og gegn loftslagsvánni.

Lestu meira um Oddnýju

Frambjóðendur

Húsasmíður, hársnyrtimeistari, landvörður, markþjálfi, fyrrverandi bæjarstjóri - það kennir alls konar grasa á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Líttu yfir listann okkar

Kíktu í kaffi

Kosningastjórinn í Suðurkjördæmi er Inga Birna Ragnarsdóttir. Þú getur náð í hana í síma 8996106 og á [email protected]. Hér að neðan eru upplýsingar um opnunartíma kosningamiðstöðvanna okkar:

  • Ráin, Hafnargötu

    Opið virka daga kl. 17-21 og um helgar kl. 11-17.

  • Eyrarvegi 15b

    Opið virka daga kl. 17-21 og um helgar kl. 11-17.

Sérstakar áskoranir í víðfeðmu kjördæmi

Vegna mikillar fjölgunar íbúa og aukins fjölda ferðamanna sem fara um Suðurkjördæmi allt frá Suðurnesjabæ til Hafnar í Hornafirði þarf að styrkja innviði til að takast á við aukið álag á heilsugæslu, löggæslu og vegakerfi í kjördæminu.

Heilbrigðisþjónusta fyrir okkur öll

Stóraukum fjármagn til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands, bætum húsnæði og starfsaðstöðu og fjölgum heilbrigðisstarfsfólki. Tryggjum sterka heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.

  • Ný heilsugæslustöð í Reykjanesbæ taki til starfa strax á næsta ári
  • Tímasett og fjármögnuð áætlun unnin fyrir heilsugæslu í Suðurnesjabæ
  • Fáum sjúkraþyrlu á Suðurland
  • Fjölgum námsplássum fyrir hjúkrunar- og læknanema
  • Bætum heilbrigðisþjónustu við Vestmannaeyinga
  • Félagsþjónusta og heilsugæsla vinni vel saman
  • Fjölgum Dagdvalarrýmum og hjúkrunarrýmum fyrir eldra fólk
  • Eflum fjarlækningar

Fjölbreyttari atvinnutækifæri

Gáttin er inn í landið um alþjóðaflugvöll á Suðurnesjum og nánast allir erlendir ferðamenn fara þar um og svo inn á Suðurland. Á Suðurlandinu er jafnframt stærsta sumarbústaðasvæði landsins að finna. Fagrar náttúruperlur draga ferðamenn að og tryggja þarf lögreglunni og viðbragðssveitum aukið fjármagn. Sjávarútvegur og matvælaframleiðsla eru öflug en fleiri stoðum þarf að renna undir atvinnulífið í kjördæminu.

  • Fjölgum viðkomustöðum fyrir ferðamenn og bætum aðgengi og aðstöðu
  • Eflum nýsköpun og veitum þróunarstyrki til sprotafyrirtækja á sviði líftækni, hugverkaiðnaðar og framleiðslu heilsuvarnings og matvæla
  • Fjölgum störfum án staðsetningar
  • Eflum listnám og fjölgum störfum í menningu og skapandi greinum
  • Aðstoðum unga bændur við að hefja búskap, landgræðslu eða grænmetisframleiðslu
  • Aukum grænmetisframleiðslu með tæknilausnum og uppbyggingu
  • Námsframboð og aðgengi að námi verði bætt með stuðningi við menntastofnanir
  • Fjölgum lögreglumönnum og bætum starfsaðstöðu þeirra
  • Flytjum Landhelgisgæsluna til Suðurnesja
  • Styrkjum Garðyrkjuskólann að Reykjum með fjölbreyttu námsframboði
  • Ljúkum við lagningu ljósleiðara og flýtum áætlun um þriggja fasa rafmagn
  • Námsframboð og aðgengi að námi verði bætt með stuðningi við menntastofnanir

Samgöngu- og loftslagsmál

  • Ljúkum tvöföldun Reykjanesbrautar sem fyrst
  • Vegabætur án vegaskatta; Ölfusárbrú, brú yfir Hornafjarðarfljót og göng um Reynisfjall
  • Aukum samvinnu Vegagerðarinnar og sveitarfélaga um lagningu göngu- og hjólastíga
  • Tryggjum samgöngur til og frá Vestmannaeyjum með flugi og ferju.
  • Styrkja flutningsgetu rafmagns með öflugri Suðurnesjalínu.
  • Eflum og styrkjum Keflavíkurflugvöll sem umhverfislega, félagslega og efnahagslega sjálfbæra miðstöð farþegaflugs í Norður-Atlandshafi
  • Bætum aflgetu virkjanna með bættu flutningskerfi og tæknilegum endurbótum
  • Endurskoðum áform um byggingu flugvallar í Hvassahrauni vegna eldsumbrota við Fagradalsfjall og metum Keflavíkurflugvöll sem kost fyrir innanlandsflug
  • Hefjum undirbúning að Keflavíkurlínu, grænni tengingu milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar
  • Styrkjum fráveituframkvæmdir sveitarfélaga og tilraunir með lífrænar rotþrær
  • Ýtum undir nýsköpun í umhverfismálum
  • Nýtum sorp sem auðlind.

Samfylkingin setur fjölskylduna í forgang  með óskertum barnabótum að meðallaunum, bættum kjörum eldra fólks og öryrkja og aðgerðum í húsnæðismálum. Öflugra heilbrigðiskerfi er sérstakt áherslumál ásamt því að renna fleiri stoðum undir atvinnulífið, ráðast í kröftugar aðgerðir í loftslagsmálum, setja nýja stjórnarskrá með sterku auðlindaákvæði aftur á dagskrá ásamt þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn um aðild að ESB.