Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Við erum með plan - kynntu þér málin!

Verður þú að heiman á kjördag?

Þú getur kosið fyrir kjördag. Kosning er hafin og sýslumenn um land allt sjá um framkvæmd hennar. Sýna þarf skilríki, til dæmis ökuskírteini eða vegabréf.

Ef þú ert í Reykjavík eða nágrenni, þá getur þú  kosið á 1. hæð í Holtagörðum.

Þar er opið kl. 10 - 18 frá 7. nóvember og 10 - 22 18. - 29. nóvember. Þann 30. nóvember, verður svo opið frá kl. 10 - 17.

Nánari upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðslur hjá sýslumönnum um land allt má nálgast hér

Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans. Sjá upplýsingar hér.

Hér getur þú séð í hvaða kjördæmi þú ert.

Öll sem ekki komast til sinnar kjördeildar á kosningadag, þann 30. nóvember, hvort sem þeir eru staddir hér á landi eða erlendis og vantar aðstoð og upplýsingar geta haft samband við sjálfboðaliðastjóra Samfylkingarinnar í [email protected] eða síma +45 30 90 09 77.

Einnig má senda utankjörfundaratkvæði í sendiumslagi merktu kjósanda á skrifstofu Samfylkingarinnar, Hallveigarstíg 1 - 101 Reykjavík og við komum þeim í rétt kjördæmi.

Hvernig kýs ég frá útlöndum?

Kjósendur sem eru staddir erlendis eða með lögheimili erlendis geta kosið í sendiráðum og hjá ræðismanni í viðkomandi landi. Sýna þarf skilríki, til dæmis ökuskírteini eða vegabréf.

Hvar er hægt að kjósa?

Þú getur kosið á skrifstofu sendiráðs, í sendiræðisskrifstofu eða hjá kjörræðismanni.

Kjörstaðir eru:

Hér má finna nánari upplýsingar um kjörstaði erlendis

    • ATHUGIÐ - Bráðabirgðalög verða sett af Alþingi til að Íslendingar sem búið hafa erlendis lengur en í 16 ár geta enn þá kært sig inn á kjörskrá fyrir þann 18. nóvember 2024. Hér er hægt að kæra sig inn á kjörskrá.
    • Hér er hægt að fletta upp hvort maður sé á kjörskrá - Allir Íslendingar ríkisborgarar sem hafa búið erlendis skemur en 16 ár hafa atkvæðisrétt ef maður fær ekki niðurstöðu er maður ekki á kjörskrá, sjá fyrir ofan um möguleika til að kæra sig inn á kjörskrá
    • Kjósendur með erlent lögheimili greiða atkvæði í því kjördæmi þar sem þau áttu síðast lögheimili á Íslandi
    • Ef kjósandi hefur aldrei átt lögheimili á Íslandi getur hann ekki kært sig inn á kjörskrá

    Hvernig fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram bæði á Íslandi og

    • Upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðslur á Íslandi má nálgast á vef sýslumannsembættana: https://island.is/s/syslumenn/kosning-utan-kjoerfundar
    • Kjósandi þarf alltaf að  gera grein fyrir sér með löggiltum persónuskilríkjum; vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini, til þess að fá kjörgögn afhent.  
    • Kjósandi fær afhendan kjörseðil, kjörseðilsumslag, fylgibréf og sendiumslag. 
    • Kjörseðil er alveg auður. Á hann skrifar eða stimplar kjósandi listabókstaf Samfylkingarinnar - S
    • Kjörseðillinn fer í kjörseðilsumslagið og skal það límt aftur og ekkert er skrifað á það. 
    • Því næst fyllir kjósandi út fylgibréfið og undirritar það í viðurvist kjörstjóra sem vottar atkvæðagreiðsluna. 
    • Kjörseðilsumslagið og fylgibréfið fara saman í sendiumslag sem fylgir kjörgögnum. Á framhlið þess skal rita heimilisfang sýslumanns eða kjörstjórnar sem viðkomandi telur sig vera á kjörskrá hjá. Á bakhlið skal alltaf rita nafn, kennitölu og lögheimili kjósanda líkt og fram kemur á umslagi. 
    • Ef atkvæðagreiðslan fer fram í kjördæmi kjósanda, býðst að skilja atkvæðið eftir í kjörkassa. 
    • Ef kjósandi greiðir atkvæði í öðru umdæmi eða erlendis, annast hann sjálfur sendingu atkvæðis síns til sýslumanns eða kjörstjórnar sem hann telur sig vera á kjörskrá hjá eða til Samfylkingarinnar - Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík og kosningaskrifstofa okkar um land allt. Við komum atkvæðum til skila í rétt kjördæmi fyrir lokun kjörstaða á kjördag.  Hægt er að hafa samband við [email protected] eða í síma +45 30 90 09 77 til að fá aðstoð við að koma atkvæðinu heim.
    • Samkvæmt lögum er kjörstjóra skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst á kostnað kjósanda en við ráðleggjum fólki að koma atkvæði sínu sjálft til skila með skráðum pósti svo öruggt sé að það berist í tæka tíð og óskráðum pósti ef tíminn er skammur. 
    • Atkvæðisbréfið þarf að hafa borist kjörstjórn eða í einhverja kjördeild í kjördæmi kjósanda fyrir lokun kjörstaða á kjördag.