Zoom

Aukið kjördæmisþing í Norðvesturkjördæmi

Aukið kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið laugardaginn 27. mars kl 11.

Á kjördæmisþinginu sem haldið verður rafrænt, fer fram val á frambjóðendum á framboðslista til Alþingiskosninga 2021 skv. aðferð 3.3 b. lið í reglum flokksins um val á framboðslista, Aukið kjördæmisþing.

Tengjast fundinum hér.

Dagskrá fundarins

  • Setning Guðrún Vala Elísdóttir formaður kjördæmisráðs
  • Ávarp Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar 
  • Frambjóðendur kynning  
  • Kosningar, áætlað er að þær hefjist kl. 11.30, þingfulltrúar bera sjálfir ábyrgð á að fylgjast með tímasetningum á kosningum. Áætlað er að hver kosning standi yfir í fimm mínútur hver. 
  • Formaður kjörstjórnar og uppstillinganefndar tilkynnir niðurstöður
  • Oddviti listans flytur ávarp og slítur fundi.  

Fimm gefa kost á sér í 1. sæti.

  • Gunnar Tryggvason
  • Oddur Sigurðarson
  • Valgarður Lyngdal Jónsson
  • Gylfi Þór Gíslason
  • Garðar Svansson

Ein gefur kost á sér í 1. - 2. sæti.

  • Jónína Björg Magnúsdóttir

Þrír gefa kost á sér í 1. – 4. sæti

  • Björn Guðmundsson
  • Gunnar Rúnar Kristjánsson
  • Sigurður Orri Kristjánsson

Eins og að ofan greinir gefur aðeins ein kona kost á sér í fyrstu fjögur sætin, en á kjördæmisþinginu 20. febrúar sl. var samþykkt að listinn yrði paralisti og því hefur kjörstjórn samþykkt á fundi sínum í dag að einungis verði kosið um þrjú efstu sætin til að uppfylla þá samþykkt. Uppstillingarnefnd mun raða í sætin þar fyrir neðan á listanum sbr. samþykkt fundarins.