Kaplakriki - Hafnarfjörður

Vorfundur flokksstjórnar

Flokksstjórnarfundur verður haldinn laugardaginn 4. mars í Kaplakrika í Hafnarfirði kl. 09:30. Við vonum svo sannarlega að sem flest hafi tök á að mæta til leiks og taka þátt, félagar, makar og börn velkomin. Gott aðgengi er í Kaplakrika, en fundurinn er haldinn í salnum Sjónarhóli.  

Drög að stjórnmálaályktun.

Nýtt merki Samfylkingarinnar verður kynnt á fundinum og blásið til kraftmikils málefnastarfs sem verður nú með nýju sniði í samræmi við áherslur nýrrar forystu flokksins. Merkið verður rós, í takt við ályktun Landsfundar. Nýtt verklag í málefnastarfi verður kynnt og því kjörið tækifæri til að mæta til leiks og taka þátt. Þá gefst einnig tækifæri til að spjalla við forystufólk okkar og spyrja kjörna fulltrúa beint um þeirra störf.

Æskilegt er að skrá sig og greiða kaffi- og fundargjaldið sem fyrst, eða eigi síðar en 2. mars kl. 21:00.

Kaffi- og fundargjaldið er 3.500 og 2.000 fyrir námsmenn, lífeyrisþega og fólk á fjárhagsaðstoð, greiðist inn á bk. 0111 hb. 26 rknr. 19928 - kt. 690199-2899.

Mætum til leiks! Skráning hér.

Aðeins flokksstjórn hefur atkvæðisrétt á flokksstjórnarfundi.
En allir félagar í Samfylkingunn hafa tillögu og málfrelsi. 

Ályktunartillögur fyrir reglulega flokkstjórnarfundi skv. grein 7.06, sem aðrir flytja en stjórn eða framkvæmdastjórn, skulu hafa borist a.m.k. tveimur vikum fyrir boðaðan fund og skulu kynntar á heimasíðu flokksins. Tillögur skal senda á [email protected] eigi síðar en 17. febrúar kl. 23:59.

Mætum til leiks! 

09:00               Húsið opnað - skráning.
09:30               Varaformaður Samfylkingarinnar setur fundinn.
09:40               Afgreiðsla ályktana frá landsfundi með umræðum.

Breytingatillaga - Soffía Sigurðardóttir

10:30               Kaffihlé.
10:45               Kynning á nýju merki.
11:00               Ræða formanns Samfylkingarinnar
11:30               Kynning á málefnastarfi. 
12:00               Kosning í sáttanefnd hefst (henni lýkur kl. 12:30).
12:00               Hádegishlé.
13:00               Spurt & svarað með stjórn / þingflokki og sveitarstjórnarfólki.     
14:00               Almennar umræður, afgreiðsla tillagna og ályktun fundarins.  

Drög að stjórnmálaálytkun.
15:30               Hamingjustund með forystu og félögum okkar.

Aðeins flokksstjórn hefur atkvæðisrétt á flokksstjórnarfundi.
En allir félagar í Samfylkingunn hafa tillögu og málfrelsi. 

Fundarsköp flokksstjórnar.

Óskað er eftir framboðum í sáttanefnd flokksins

Á fyrsta flokksstjórnarfundi eftir landsfund skal einnig kjörin þriggja manna sáttanefnd og einn til vara. Þeir sem skipa sáttanefndina skulu ekki vera kjörnir fulltrúar flokksins á Alþingi og/eða sveitarstjórnum, fulltrúar í framkvæmdastjórn flokksins, starfsmenn skrifstofu flokksins né heldur vera kjörnir fyrir hönd flokksins í stjórnir ríkisstofnana.

Öll í framboði.

Framboðsskráning: https://forms.gle/4HL3sSyP4TkGkKXn7

Tilgangur sáttanefndar er að stuðla að lausn erfiðra mála sem kunna að koma upp innan og/eða á milli aðildarfélaga, kjördæmisráð, fulltrúaráða og/eða einstakra flokksmanna vegna:

a. alls ágreinings sem kann að koma upp innan aðildarfélaganna og varða starfsemi þeirra og lög/samþykktir,

b. ágreinings sem kann að koma upp milli aðildarfélaga varðandi starfsemi þeirra og samskipti sem ekki tekst að jafna,

c. ágreinings sem kann að kom upp innan kjördæmisráðs/fulltrúaráðs um lög flokksins eða samþykktir ráðsins,

d. brota á lögum og reglum flokksins.

Framboð í sáttanefnd