Flokksval í Reykjavík

Um er að ræða bindandi flokksval fyrir efstu sex sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, með svokölluðum paralista, þar sem jafnræði kynja er tryggt í hverjum tveimur sætum. Kosningin fer fram rafrænt þann 24. janúar 2026.
Kosningarétt hafa allir flokksfélagar (ekki stuðningsmenn) Samfylkingarinnar sem eiga lögheimili í Reykjavík og hafa náð 16 ára aldri. Frestur til að skrá sig inn í flokkinn til að geta tekið þátt í flokksvalinu er 22. janúar kl. 23:59.
Flokksvalið fer fram rafrænt frá kl. 24:00 - 18:00 laugardaginn 24. janúar. Slóð á kjörseðil verður birtur hér á síðu flokksins og sendur út í tölvupósti á kjörskránna.
Til þess að tryggja aðgengi að kosningunum verður kosningaaðstoð á Hallveigarstíg 1 á kjördegi frá kl. 10:00 sem og í síma skrifstofu flokksins, 414 2200. Boðið verður upp á lausn fyrir fólk sem ekki hefur rafræn skilríki til þess að kjósa í persónu í gegnum rafræna kosningakerfið.