Framboðsfrestur til flokksvals í Reykjavík

Samfylkingin í Reykjavík auglýsir eftir framboðum til flokksvals vegna sveitarstjórnarkosninganna 2026. Framboðsfrestur er til 12:00 laugardaginn 3. janúar 2026.

Hægt er að tilkynna fyrirhugað framboð til kjörstjórnar FSR á netfangið [email protected]. Í kjölfar tilkynningar fá frambjóðendur nánari leiðbeiningar og upplýsingar um þau gögn sem þarf að skila. Tekið verður við framboðum rafrænt eða í frumriti. Fyrir þau sem vilja skila inn frumriti verður kjörstjórn með móttöku á Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík milli kl. 10:00 og 12:00 þann 3. janúar 2026.

Frambjóðendur þurfa að skila inn:

  • Formlegri framboðsyfirlýsingu
  • Stuðningsyfirlýsingu 20-30 meðmælanda með lögheimili í Reykjavík.

Um er að ræða bindandi flokksval fyrir efstu sex sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, með svokölluðum paralista, þar sem jafnræði kynja er tryggt í hverjum tveimur sætum. Kosningin fer fram rafrænt þann 24. janúar 2026.

Kjörgengir eru allir skráðir félagsmenn í Samfylkingunni sem uppfylla landslög og hafa stuðningsyfirlýsingu 20-30 félagsmanna í Reykjavík.

Kosningarétt hafa allir flokksfélagar Samfylkingarinnar sem eiga lögheimili í Reykjavík og hafa náð 16 ára aldri.

Frambjóðendur eru ekki krafðir um þátttökugjald.

Allt um framboð og flokksvalið hér.