Flokksval Samfylkingarinnar í Kópavogi

Flokksvalið fer fram laugardaginn 7. febrúar 2026

Upplýsingar fyrir frambjóðendur til flokksvals Samfylkingarinnar í Kópavogi

Framboðsfrestur er til kl. 20:00 mánudaginn 12. janúar 2026. 

Hægt er að tilkynna fyrirhugað framboð sitt til kjörstjórnar í gegnum [email protected] og fá þannig ítarlegri leiðbeiningar og þau gögn sem þarf að skila til að framboðið teljist gilt.

Skila þarf inn öllum gögnum og framboðsyfirlýsingu útprentuðum og undirrituðum í frumriti til kjörstjórnar fyrir klukkan 20:00 mánudaginn 12. janúar 2026.

Kjörstjórn verður í sal Samfylkingarinnar í Kópavogi, Hlíðarsmára 9, 4. hæð á milli 18:00 og 20:00 þann sama dag til að taka á móti framboðum. Hægt er að semja við formann kjörstjórnar um móttöku framboðsgagna, utan þess tíma. Sjá verklag við móttöku gagna.

Eftirtalin gögn þurfa að berast kjörstjórn, undirrituð og útprentuð: 

  1. Formleg framboðsyfirlýsing eins og hún kemur frá kjörstjórn
  2. Meðmæli 15-30 flokksfélaga með lögheimili í Kópavogi

Kosið verður um efstu 4 sætin á framboðslista og er kosning bindandi í þau sæti. Framboðslisti verður svokallaður paralisti. Það þýðir að kvenframbjóðandi skal hið minnsta skipa annaðhvort sæti 1 eða 2, hið minnsta annaðhvort næstu tveggja sæta og svo koll af kolli í hver tvö sæti. Eða öfugt.

Kjörgengir eru allir félagsmenn í Samfylkingunni sem uppfylla skilyrði landslaga um kosningarétt og kjörgengi og hafa meðmæli félaga í Samfylkingunni. Fjöldi meðmælenda skal vera að lágmarki 15 og að hámarki 30. 

Flokksvalið verður haldið þann 7. febrúar 2026 og verður auglýst nánar síðar. 

  • Með því að skila inn útprentaðri framboðsyfirlýsingu ásamt fylgigögnum til kjörstjórnar Samfylkingarinnar í Kópavogi.

  • Þú þarft að skila eftirfarandi gögnum:

    • Framboðsyfirlýsingu
    • Tengiliðaupplýsingum um þig og umboðsmann þinn, ef svo ber undir.
    • Stuðningsyfirlýsingum 15 til 30 meðmælenda.
    • Það þarf að skila inn öllum gögnum og framboðsyfirlýsingu útprentuðum og undirrituðum í frumriti til kjörstjórnar.
    • Kjörstjórn verður í sal Samfylkingarinnar í Kópavogi, Hlíðarsmára 9, 4. hæð á milli 18:00 og 20:00 mánudaginn 12. janúar til að taka á móti framboðum og í kjölfarið úrskurða um gildi framboðs.
    • Hægt er að skila inn framboði í fyrir þann tíma í samráði við kjörstjórn.
  • Safna þarf saman stuðningsyfirlýsingum meðmælenda skriflega á eyðublað sem kjörstjórn hefur útbúið og nálgast má  hér.

    Eftirfarandi þarf að koma fram í stuðningsyfirlýsingunni:

    • Að sendandi styði frambjóðandann til framboðs í flokksvali Samfylkingarinnar
    • Nafn 
    • Kennitala 
    • Símanúmer
    • Netfang
    • Samþykki fyrir því að kjörstjórn megi hafa samband við viðkomandi til að sannreyna stuðninginn.

    Kjörstjórn tekur ekki við stuðningsyfirlýsingum beint frá meðmælanda.

  • Allir skráðir félagsmenn í Samfylkingunni sem eiga lögheimili í Kópavogi.

  • Já, það má vera meðmælandi með fleira en einu framboði. Það er ekkert hámark á því hversu mörg framboð einn félagsmaður má styðja með meðmæli sínu.

    • Þegar framboðsfresti lýkur mun kjörstjórn fara yfir öll framboð og úrskurða þau annaðhvort gild eða ógild.
    • Ef einhverjir ágallar eru á framboði sem gætu leitt til ógildingar mun kjörstjórn hafa samband við frambjóðanda eða umboðsmann eins fljótt og auðið er til að gefa frambjóðanda færi á að leiðrétta framboð sitt.
    • Kjörstjórn mun veita frambjóðanda frest til þess að skila inn leiðréttum gögnum og verður sá frestur stuttur en sanngjarn, en þó aldrei lengri en 18 klukkustundir.
    • Þegar kjörstjórn hefur farið í gegnum öll framboðin og úrskurðað um gildi þeirra mun kjörstjórn hafa samband við alla frambjóðendur símleiðis til að staðfesta framboðið og jafnframt birta lista frambjóðenda á vefsvæði Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands.
  • Kjörstjórn skipa Þorgerður Jóhannsdóttir, formaður, Björn Þór Rögnvaldsson og Jón Magnús Guðjónsson. 

    Netfang kjörstjórnar fyrir flokksvalið er: [email protected]