Tillögurnar okkar í COVID-19

Samfylkingin hefur lagt fram lausnir á Alþingi fyrir heimili og fyrirtæki
Samfylkingin hefur lagst á árarnar með stjórnvöldum við að greiða málum ríkisstjórnarinnar í tengslum við Covid-19 leið í gegnum þingið. Við höfum unnið þessi mál í nefndum í góðri samvinnu við þingmenn stjórnarmeirihlutans, sem að vísu hafa ekki samþykkt sumar breytingatillögur okkar. Hér fyrir neðan má finna yfirlit yfir þær tillögur sem Samfylkingin hefur lagt fram á Alþingi í tenglsum við efnahagslegar afleiðingar COVID-19.
- Atvinnuleysisbætur hækki úr 289.510 kr. í 314.720 kr.
- Hlutfall tekjutengdra atvinnuleysisbóta af meðaltali heildarlauna hækki tímabundið úr 70% í 100%
- Framfærsla með hverju barni hækki um 50% (samþykkt)
- Námsmönnum tryggður réttur til atvinnuleysisbóta í sumar
- Aðgengi námsmanna að geðheilbrigðisþjónustu verði bætt
- Starfsnám iðnnema verði tryggt með auknu fjármagni
- Menntastofnunum verði gert kleift að taka við fleiri nemendum
- Aukið fjármagn til sóknaráætlana landshluta
- Framkvæmdasjóður aldraðra verði styrktur
- Byggðar verði fleiri almennar leiguíbúðir
- Átak verði gert í íslenskukennslu atvinnuleitenda af erlendum uppruna
- Hærri álagsgreiðslur til framlínufólks, óháð vinnustað
- Aukið fjármagn í nýsköpun, sprotastarfsemi og tækniþróun
- Aukið fjármagn í verklegar framkvæmdir um allt land
- Fjölgun listamannalauna og stórsókn í kvikmyndagerð
- Aukið fjármagn til SÁÁ og íþróttamála
- Hærri greiðslur til eldri borgara, öryrkja og fjölskyldna langveikra barna
- Aukið fjármagn til grænmetisræktar og skógræktar
- Beinir styrkir til lítilla fyrirtækja
- Aukinn stuðning til fjölmiðla
- „Allir vinna“ nái til kvennastétta
Skilyrði fyrir stuðningi til fyrirtækja
- Fyrirtæki með tengsl við skattaskjól fái ekki stuðning skattgreiðenda
- Krafa um loftslagsbókhald og áætlun til næstu fimm ára um minni losun gróðurhúsalofttegunda
- Fyrirtæki endurgreiði stuðning eftir því sem afkomubati leyfi
- Þak á laun stjórnenda