Gerum betur

Það eru mikil vonbrigði að ríkisstjórnin hafi hafnað öllum breytingartillögum Samfylkingarinnar.

Samfylkingin hefur lagst á árarnar með stjórnvöldum við að greiða fyrir málum ríkisstjórnarinnar í tengslum við Covid-19 leið í gegnum þingið.  Í allri þeirri vinnu reynum við í Samfylkingunni að koma auga á það sem þarf að gera betur og koma með tillögur til úrbóta.Í allri þessari vinnu reynum við að koma auga á það sem þarf að gera betur og koma með tillögur til úrbóta. Sjaldan hefur verið jafn mikilvægt og nú að standa vörð um kjör og réttindi vinnandi fólks. Hér að neðan má kynna sér breytingartillögur Samfylkingarinnar og sameiginlegar breytingartillögur hjá stjórnarandstöðuflokkum.

Tillögur Samfylkingarinnar um atvinnuleysisbætur sem ríkisstjórnin hafnaði:

     1.      Grunnatvinnuleysisbætur hækki úr 289.510 kr. í 314.720 kr.

     2.      Hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta hækki úr 456.400 kr. í 516.000 kr.

     3.      Hlutfall tekjutengdra atvinnuleysisbóta af meðaltali heildarlauna hækki tímabundið úr  70% í 100%.

     4.      Námsmönnum verði tryggður réttur til atvinnuleysisbóta frá 1. júní til 31. ágúst 2020.

Sameiginlegar breytingartillögur Samfylkingarinnar, Pírata, Miðflokksins og Flokki fólksins sem ríkisstjórnin hafnaði:

Velferð og heimili: 7,1 ma kr.

 1. Tvöfalda fyrirhugaða fjármuni í álagsgreiðslur til framlínufólks heimsfaraldursins þannig að það einnig til starfsfólk allra hjúkrunarheimila og í löggæslu. Viðbót yrði 1 milljarður kr. 
 2. Lífeyrisþegar (öryrkjar og eldri borgarar) fái 100.000 kr. einskiptisgreiðslu að heildarupphæð 6 milljarðar kr.
 3. Aukinn stuðningur til SÁÁ að upphæð 100 m kr.

Fyrirtæki og störf: 16,35 ma kr.

 1. Lokunarstyrkir til fyrirtækja sem eiga eingöngu rétt á stuðningslánum frá ríkisstjórnarflokkunum en stjórnarandstaðan leggur hér til að þessi fyrirtæki fái einnig lokunarstyrki eins og þau fyrirtæki sem þurftu að loka vegna tilmæla sóttvarnaryfirvalda. Um væri að ræða helming fjárhæðar fyrirhugaðra lokunarstyrkja að upphæð 8 milljarða kr.
 2. Frysting lána hjá öllum ferðaþjónustufyrirtækjum í 18 mán að upphæð 8 milljarðar kr.
 3. Aukinn stuðningur til fjölmiðla að upphæð 350 m kr. Slíkt væri í samræmi við boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar en engir fjármunir fylgdu þeim loforðum í fjáraukafrumvarpinu.

Nýsköpun og uppbygging: 3,5 ma kr.

 1. Tækniþróunarsjóður fái 600 m kr.
 2. Hækka upphæðir í endurgreiðslur rannsóknar- og þróunarkostnaðs að upphæð 1,3 ma kr.
 3. Aukinn stuðningur við Kvikmyndasjóð að upphæð 500 m kr.
 4. Auka framlög til Framkvæmdasjóðs ferðamanna að upphæð 500 m kr.
 5. Auka framlög til Sóknaráætlana landshluta að upphæð 500 m kr.
 6. Auka framlög til Ungra frumkvöðla að upphæð 100 m kr.