Vorfundur flokksstjórnar 2024

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram laugardaginn 20. apríl á Hótel Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Fundurinn verður settur kl. 11:30 og lýkur með kvöldverði og sveitaballi fram á rauða nótt.

Á fundinum verður tekið til umræðu nýtt útspil Samfylkingarinnar um atvinnu og samgöngur, sem er afrakstur af metnaðarfullu málefnastarfi um land allt á liðnum vetri. Og þá verður næsta forgangsmáli í málefnavinnu flokksins hleypt af stokkunum sem fjallar um húsnæðis- og kjaramál.

Flokksstjórnarfundur er opinn öllu Samfylkingarfólki og öðrum sem hafa áhuga á að kynnast starfi flokksins.

Að venju gefst tækifæri til að spjalla beint við forystufólk flokksins. Rætt verður um undirbúning Alþingiskosninga, landsfund flokksins sem verður næsta haust og fleira.

Þau sem vilja gistingu og hafa enn ekki fengið er bent á að senda póst á [email protected], unnið er að því að finna gistirými í nálægð við Laugarbakka. Ekki er hægt að lofa því enn sem komið er.  


Stefnt er á að rúta fari snemma á laugardagsmorgni frá Reykjavík og tilbaka á sunnudeginum. 

Dagskrá: 
8.30 Rúta leggur af stað frá Húsi verslunarinnar 

11:00 Innskráning

11:30 Fundur settur

11:45 Kynning á málefnavinnu í atvinnu- og samgöngumálum

12:50 Hádegismatur

13:40 Ræða formanns

14:00 Upptaktur að landsfundi

14:10 Kynning á málefnastarfi í húsnæðis- og kjaramálum

14:20 Townhall með forystu flokksins

15:00 Kaffihlé

15:20 Almennar umræður, afgreiðsla tillagna og ályktun fundarins

17:30 Fundi er slitið

19:30 Kvöldverður og skemmtun


Áætluð brottför frá Laugarbakka er upp úr kl. 11, sunnudaginn 21. apríl. 

Skráning á fundinn: https://forms.gle/JLgcgL9uuv9bSdjeA

Tillögur:

Breytingatillögusniðmát. Eingöngu breytingartillögur á þeim tillögum sem komnar eru fram verða leyfðar. Ekki aðaltillögur og ekki heldur breytingartillögur sem í raun eru aðaltillögur.

Fundarstjóri kveður upp hvaða tillögur verða teknar til greina á fundinum.

Hér er hægt að kynna sér Skuldbindandi reglur um aðferðir við val á framboðslista

Fundarsköp flokksstjórnar.

Fundarsköp pdf skjal.

Mikilvægar dagsetningar 

6. apríl - Síðasti dagur til að skila inn ályktunar- og breytingartillögum
20. apríl - Flokksstjórnarfundur á Hótel Laugarbakka