Haustfundur flokksstjórnar

Flokksstjórnarfundur verður haldinn 14. - 15. október í Hofi á Akureyri.
Flokksstjórnarfundur verður haldinn laugardaginn 14. október í Hofi á Akureyri, húsið opnar kl.13. Við vonum svo sannarlega að sem flest hafi tök á að mæta til leiks og taka þátt, félagar, makar og börn velkomin. Gott aðgengi er í Hofi, fundurinn er haldinn í salnum Hamrar.
Atvinna og samngöngur verða í forgrunni, enda næsta áhersla í málefnastarfi flokksins með fólki um land allt.
Við fáum góða gesti úr kjördæminu til að ræða atvinnu, samgöngur og lífið í kjördæminu. Þá gefst einnig tækifæri í spjalla beint við forystufólk okkar og opið samtal við kjörna fulltrúa beint um þeirra störf og komandi þingvetur.
--
Við höfum skipulagt rútuferð frá Reykjavík snemma laugardagsmorguninn 14. okt., með stoppi í Staðarskála, og aftur til baka á sunnudeginum 15. okt.
Flokksstjórarnarfundir eru opnir öllum félögum Samfylkingarinnar.
Skráning í rútuna er hafin, við skráningu er einnig greitt fyrir farið sem er 5.000 kr.
Skráning á fundinn og í rútuna hér: https://forms.gle/mLeCRd8y5nkhFCAy7
Fargjaldið fyrir rútuna er 5.000 og greiðist inn á bk. 0111 hb. 26 rknr. 19928 -
kt. 690199-2899. Ath. að ekki verður tekið frá pláss í rútunni nema eftir að greitt hefur verið.
ATH. að fólk verður sjálft að sjá um að bóka gistingu.
Dagskrá
07:00 - Lagt af stað frá Reykjavík
10:00 - 12:00 Verkalýðsmálaráð og Samfylkingarfélagið á Akureyri halda opinn fund í Sunnuhlíðinni
12:30 - Komið til Akureyrar
13:00 - Húsið opnar, skráning og hádegismatur
13:30 - Fundur settur
13:40 - Kynning á drögum að stjórnmálaályktun
13:50 - Pallborð um heilbrigðismál
14:20 - Gestir úr Norðausturkjördæmi
14:40 - Kaffihlé
14:55 - Ræða formanns
15:15 - Þingveturinn framundan
15:45 - Atvinna og samgöngur - kynning á málefnastarfi
16:00 - Hugmyndavinna í atvinnu- og samgöngumálum
16:30 - Almennar umræður, afgreiðsla tillagna og ályktun fundarins
17: 30 - Fundi slitið
18:00 - Gleðistund hjá Samfylkingunni á Akureyri, Sunnuhlíðinni
19:45 - Kvöldverður og teiti í Golfskálnum
Kaffi- og fundargjaldið er 3.500 og 2.000 fyrir námsmenn, lífeyrisþega og fólk á fjárhagsaðstoð, greiðist inn á bk. 0111 hb. 26 rknr. 19928 - kt. 690199-2899.
Æskilegt er að skrá sig og greiða kaffi- og fundargjaldið sem fyrst, eða eigi síðar en 12. október kl. 21:00.
Aðeins flokksstjórn hefur atkvæðisrétt á flokksstjórnarfundi.
En allir félagar í Samfylkingunn hafa tillögu og málfrelsi.
Ályktunartillögur fyrir reglulega flokkstjórnarfundi skv. grein 7.06, sem aðrir flytja en stjórn eða framkvæmdastjórn, skulu hafa borist a.m.k. tveimur vikum fyrir boðaðan fund og skulu kynntar á heimasíðu flokksins. Tillögur skal senda á [email protected] eigi síðar en 29. september kl. 23:59.
Mikilvægar dagsetningar:
29. september - Síðasti dagur til að skila inn ályktunar- og breytingartillögur
14. október - Flokksstjórarfundur í Hofi á Akureyri