Vorfundur flokksstjórnar

Flokksstjórnarfundur verður haldinn 20. apríl á Hótel Laugarbakka á bökkum Miðfjarðarár í V-Húnavatnssýslu.
Gistirými hafa verið tekin frá á hótelinu, til að bóka herbergi hafið samband í síma 5198600 eða með tölvupósti [email protected] og takið fram að verið sé að koma á fund Samfylkingarinnar.
Eins manns herbergi: 18.000 kr. (örfá í boði)
Tveggja manna herbergi: 24.000 kr. (einhver herbergi eru þriggja og fjögurra manna)
Morgunverðarhlaðborð er innifalið, öll herbergi eru með sér baðherbergi.
Stefnt er á að rúta fari snemma á laugardagsmorgni frá Reykjavík og tilbaka á sunnudeginum.
Dagskrá:
8.30 Rúta leggur af stað frá Húsi verslunarinnar
11:00 Innskráning
11:30 Fundur settur
11:45 Kynning á málefnavinnu í atvinnu- og samgöngumálum
12:50 Hádegismatur
13:40 Ræða formanns
14:00 Upptaktur að landsfundi
14:10 Kynning á málefnastarfi í húsnæðis- og kjaramálum
14:20 Townhall með forystu flokksins
15:00 Kaffihlé
15:20 Almennar umræður, afgreiðsla tillagna og ályktun fundarins
17:30 Fundi er slitið
19:30 Kvöldverður og skemmtun
Áætluð brottför frá Laugarbakka er upp úr kl. 11, sunnudaginn 21. apríl.
Skráning á fundinn: https://forms.gle/JLgcgL9uuv9bSdjeA
Tillögur:
- Tillaga stjórnar um breytingar á skuldbindandi reglum um aðferðir við val á framboðslista.
- Tillaga um breytingu á skuldbindandi reglum um aðferðir við val á framboðslista gr. 5.2. Tillöguflytjendur: Stein Olav Romslo, Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, Arnór Heiðar Benónýsson, Kolbrún Lára Kjartansdóttir og Stefán Petterson.
- Tillaga um breytingar á skuldbindandi reglum um aðferðir við val á framboðslista, gr. 3.3. Tillöguflytjendur: Ásgeir Beinteinsson og Mörður Árnason.
- Tillaga að ályktun flokksstjórnarfundar. Tillöguflytjendur: Alexandra Ýr van Erven, Auður Alfa Ólafsdóttir, Sabine Leskopf, Vilhjálmur Þorsteinsson og Þorbjörg Þorvaldsdóttir.
Breytingatillögusniðmát. Eingöngu breytingartillögur á þeim tillögum sem komnar eru fram verða leyfðar. Ekki aðaltillögur og ekki heldur breytingartillögur sem í raun eru aðaltillögur.
Fundarstjóri kveður upp hvaða tillögur verða teknar til greina á fundinum.
Hér er hægt að kynna sér Skuldbindandi reglur um aðferðir við val á framboðslista.
Fundarsköp flokksstjórnar pdf skjal.
Mikilvægar dagsetningar
6. apríl - Síðasti dagur til að skila inn ályktunar- og breytingartillögum
20. apríl - Flokksstjórnarfundur á Hótel Laugarbakka