Stracta Hótel - Hella

Haustfundur flokksstjórnar

Flokksstjórnarfundur verður haldinn 27. september á Stracta Hótel á Hellu. Að fundi loknum verður kvöldverður og skemmtun.  

Boðið er upp á rútuferð frá Reykjavík kl. 09:00, frá bílastæðinu við Hús verslunarinnar. Rútan mun stoppa og heimasækja vel valda staði á Suðurlandinu á leiðinni á fundinn.
Þú getur skráð þig í rútuna um leið og þú skráir þig á fundinn. 

Hótelherbergi hafa verið tekin frá fyrir fundargesti, til að bóka herbergi hafið þið samband með tölvupósti á [email protected] og vísið í flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar, hótelið sendi þá greiðsluhlekk.

Morgunverður innifalinn ásamt aðgangi að heitum pottum og sánum í hótelgarði fyrir öll.

  • Standard tveggja manna herbergi - 30.500.-
  • Standard einstaklingsherbergi - 25.500.-
  • Tveggja herbergja íbúð með heitum potti - 60.000.-
  • Svíta - 70.000.-

Um kvöldið borðum við saman kvöldmat á Hótel Stracta og gerum okkur ánægjulegt kvölda saman. Sunnlendingarnir ætla að taka vel á móti okkur og eru í óðaönn að skipuleggja kvöldskemmtun sem þú vilt ekki missa af!  

Ef þú átt eftir að skrá þig á fundinn þá mælum við með að þú gerir það núna!

Skráning hér: https://forms.gle/2aSCKa3tfXtVxjSm8


Kaffi- og fundargjald er 3.500 og 2.000 fyrir námsmenn, lífeyrisþega og fólk á fjárhagsaðstoð. Kvöldverður og teiti á Hótel Stracta 7.500 og 6.000 fyrir námsmenn, lífeyrisþega og fólk á fjárhagsaðstoð. Greiðist inn á bk. 0111 hb. 26 rknr. 19928 - kt. 690199-2899. Innifalið er hádegishressing, kaffi, te og síðdegishressing.



Helstu tímasetningar:
09:00 - Lagt af stað frá Reykjavík með rútu
11:30 - Komið á Hellu
12:00 - Húsið opnar, skráning og hádegismatur
12:30 - Fundur settur
17:00 - Fundi slitið
17:00 - 19:00 - Gleðistund og frjáls tími, hér er tilvalið að skella sér í pottinn
19:00 - Kvöldverður og teiti á Hótel Stracta

Rútan keyrir heim á leið kl. 11:00 sunnudaginn 28. september.

Óskað er eftir framboðum í sátta- og trúnaðarnefnd flokksins.


Á fyrsta flokksstjórnarfundi eftir reglulegan landsfund skal kjörin þriggja manna sátta- og trúnaðarnefnd og einn nefndarmann til vara. Opnað hefur verið fyrir framboð í nefndina, en framboðsfrestur er 27. september kl. 12:00, kosið verður í nefndina á fundinum.

Framboð í sátta- og trúnaðarnefnd.

Meira um málið hér.