Stracta Hótel - Hella

Flokksstjórnarfundur á Hellu: Samfylking í þjónustu þjóðar

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram laugardaginn 27. september á Hótel Stracta á Hellu. Fundurinn verður settur kl. 12:30 og lýkur með kvöldverði og skemmtun.

Flokksstjórnarfundur er opinn öllu Samfylkingarfólki og öðrum sem hafa áhuga á að kynnast starfi flokksins.

Á fundinum gefst færi á opnu og milliliðalausu samtali við forystu Samfylkingar á landsvísu og í sveitarstjórnum. Stjórn flokksins kynnir upplegg að málefnavinnu Samfylkingar í vetur og fram að næsta landsfundi. Einnig verður boðið upp á áhugaverð erindi um málefni Suðurlands og almennar umræður að vanda.

Dagskrá:
8:30     Lagt af stað frá Reykjavík til Hellu – Rútan fer frá bílastæði við Hús verslunarinnar
10:30    Heimsókn um Hellu - Eggert Valur Guðmundsson leiðir hópinn á valda staði
12:00    Skráning og létt hádegissnarl
12:30    Fundur settur
12:35    Kynning á stjórnmálaályktun
12:40    Ræða formanns
13:10    Samtal við salinn – Þingmenn og ráðherrar fara yfir áherslumál þingsins
13:50    Kynning á forystu málefnanefnda
14:00    Kaffihlé og kosning í formann laganefndar og sátta- og trúnaðarnefnd hefst       
14:25    Nýr stýrihópur fer yfir forgangsmál í málefnastarfi og svarar spurningum
14:55    Daglegt líf – Reynslusögur úr nærumhverfinu
15:15    Upptaktur fyrir sveitarstjórnarkosningar
16:00    Niðurstöður kynntar úr kosningum
16:05    Almennar umræður, afgreiðsla tillagna og ályktun fundarins   
17:05    Fundi slitið        
17:05    Gleðistund og frjáls tími - heitir pottar og gufuböð eru á svæðinu

19:30 Kvöldverður og partý

Nýkjörinn forseti UJ, Jóhannes Óli og þingmaðurinn Sigmundur Ernir sjá um að stýra dagskrá kvöldsins vel og örugglega.

Skemmtinefnd Suðurlands verður með óvænt atriði og tónlistarmaðurinn Ívar Daníels sér um fjörið þegar líða tekur á kvöldið.

Sunnudagur 28. sept.

11:00 Rútan leggur af stað til Reykjavíkur

Stjórnmálaályktun

Stjórnmálaályktun flokksstjórnar var samþykkt við lok fundarins. Hana má nálgast hér að neðan.

Stjórnmálaályktun

Tillögur

Allar ályktunartillögur fyrir reglulega flokkstjórnarfundi, sem aðrir flytja en stjórn eða framkvæmdastjórn, þurftu að berast fyrir 13. september. Ein tillaga barst frá stjórn Samfylkingarfélagsins í Kópavogi, hana má kynna sér hér.

Breytingatillaga stjórnar Samfylkingarfélagsins í Kópavogi.

* * *

Óskað er eftir framboðum í sátta- og trúnaðarnefnd flokksins.
Á fyrsta flokksstjórnarfundi eftir reglulegan landsfund skal kjörin þriggja manna sátta- og trúnaðarnefnd og einn nefndarmann til vara. Opnað hefur verið fyrir framboð í nefndina, en framboðsfrestur er 27. september kl. 12:00, kosið verður í nefndina á fundinum.

Framboð í sátta- og trúnaðarnefnd.

Meira um málið hér.

Óskað eftir framboði í formann laganefndar.

Sökum óviðráðanlegra aðstæðna hefur sú staða formanns laganefndar losnað og er því óskað eftir framboði í embættið. Opið er fyrir framboð, en framboðsfrestur er 27. september kl. 12:00. Kosið verður á fundinum.

Framboð í formann laganefndar.

Meira um málið hér.

Frambjóðendur

Hér er hægt að kynna sér þau sem hafa boðið sig fram. Framboðsfrestur er 27. september kl. 12:00.

Sjá frambjóðendur hér.