Úrslit úr Norvesturkjördæmi

Í dag var kosið í flokksvali fyrir Norðvesturkjördæmi á rafrænum auknu kjördæmisþingi. Alls gáfu 9 manns kost á sér í forvalinu í fyrstu fjögur sætin en kosið var um efstu þrjú sætin. 

Efstu þrjú sæti fóru sem svo:

1. Valgarður Lyngdal Jónsson

2. Jónína Björg Magnúsdóttir

3. Sigurður Orri Kristjánsson

Hægt er að skoða frekari upplýsingar um frambjóðendurna með því að smella á nöfnin.

„Ég er þakklátur fyrir traustið sem félagar mínír í Norðvesturkjördæmi hafa sýnt mér. Ég er fullur bjartsýni, fús til verka og ég hlakka til samstarfsins við meðframbjóðendur mína og Samfylkingarfólk um allt kjördæmið".

Valgarður Lyngdal Jónsson

Samþykkt var að listinn yrði paralisti en þar sem aðeins ein kona gaf kost á sér þá er aðeins kosið um efstu þrjú sætin en það var samþykkt á fundi 24. Mars af kjörstjórn.

Nú hefur uppstillinganefnd störf sín í að raða á neðri sæti listans sbr. samþykkt á fundi kjörstjórnar.

Kjörstjórn þakkar fyrir góða þátttöku og fund!