Jónína Björg Magnúsdóttir 1. - 2. sæti

"Ég hef vilja, kjark og þor til að leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi til Alþingiskosninga 2021 og takast á við þau verkefni sem bíða komandi kjörtímabils."

Nafn: Jónína Björg Magnúsdóttir

Fæðingardagur: 25. ágúst 1965

Starf: Atvinnuleytandi

Heimili: Suðurgata 27, 300 Akranes


"Ég hef vilja, kjark og þor til að leiða lista Samfylkingarinnar í Norð-Vesturkjördæmi til Alþingiskosninga 2021 og takast á við þau verkefni sem bíða komandi kjörtímabils."

Ég sit núna í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norð-Vestur kjördæmi og býð mig fram til Alþingiskosninga 2021. Ég fór inn á þing viku fyrir páska 2018 og fékk þann heiður að kynnast starfi alþingismanns í viku í miklum önnum, þekki því starfið og hræðist það ekki.

Ég hef víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi, hef mikið starfað með fötluðum auk þess að starfa sem stuðningsfulltrúi og kennari, vitavörður, matráður, flokkstjóri og aðstoðað í sauðburði í mörg á að Hömrum í Haukadal.

Ég er í sambúð með Guðmundi Sigurðssyni trésmið, eldsmið, hleðslumanni, víking, keiluþjálfara og allt muligt manni og saman eigum við tvíburana Magnús og Sigurð og dótturina Steinunni. Barnabörnin eru 10.

Ég er menntaður keiluþjálfari og fæst mikið við söng. Í gegnum sönginn hef ég fengið að taka þátt í gleðilegustu og erfiðustu stundum í lífi fólks.

Þekktust í þjóðlífinu er ég fyrir "íspinnalagið" Sveiattan þar sem að ég samdi texta við Mamma þarf að djamma lagið. Lagið skilaði tilfinnanlega hærri bónus á 3 vikum, bónus sem að trúnaðarmenn höfðu reynt að fá hærri í 3 ár.  

Hjarta mitt brennur fyrir fólkið í landinu, reynslu þess og lífi hvort sem er í sorg og í gleði.  

Það er ekki fyrir neðan virðingu mína að vinna nokkurt starf, ekkert starf er mikilvægara en annað.

Ég hef trú á unga fólkinu okkar með alla sína tæknikunnáttu sem gerir úrvinnslu mála skjótari og styttir tíma ákvarðanatöku 

Ég hef trú á nýjum hugmyndum í atvinnumálum og frumkvöðlastarfsemi og tryggja þarf jafna möguleika fólks til að geta komið sínum hugmyndum á fót, þannig viðhöldum við fjölbreyttu og skapandi atvinnulífi.

Ég hef trú að því að það góða við Covid19 sé að nú er mikil reynsla komin á fjarfundahald og fjarnám og það eykur möguleika fólks á að búa á landsbyggðinni en geta samt unnið og numið í heimabyggð. Tryggjum stöðuga nettenginu ekki stopula.

Ég vil stuðla að áframhaldandi uppbyggingu vega um landið til að tryggja öryggi fólks og áframhaldandi búsetumöguleika á afskekktum svæðum.

Ég vil að allir eigi möguleika á góðri heilbrigðisþjónustu því það er 100% öruggt að sjúkdómar og veikindi og dauði fer ekki í manngreinaálit þegar kemur að stjórnmálaskoðunum.

Ég vil að við komum jafnt fram við alla þegna þessa lands sama hvort að þeir séu ungir eða gamlir, íslenskir að uppruna eða erlendir, ríkir eða fátækir.

Verum góð við alla, ALLTAF.