Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík: Upplýsingar fyrir frambjóðendur

Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2022 fer fram 12. - 13.  febrúar 2022. Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi, laugardaginn 22. janúar 2022. Hægt er að tilkynna fyrirhugað framboð sitt til kjörstjórnar í gegnum [email protected] og fá þannig ítarlegri leiðbeiningar og þau gögn sem þarf að skila til að framboðið teljist gilt.

Til þess að framboð teljist gilt þurfi þarf að skila inn neðangreindum gögnum, útprentuðum og undirrituðum í frumriti, fyrir klukkan 12:00 á hádegi, laugardaginn 22. janúar 2022.

Kjörstjórn tekur á móti framboðsgögnum í Sóltún 26, þann sama dag, frá klukkan 8:30-12:00 fh. Hægt er að semja við formann kjörstjórnar um móttöku framboðsgagna, utan þess tíma. Sjá verklag við móttöku gagna.

Eftirtalin gögn þurfa að berast kjörstjórn, undirrituð og útprentuð:

  1. Formleg framboðsyfirlýsing eins og hún kemur frá kjörstjórn.
  2.  Meðmæli frá eigi færri en 20 en eigi fleiri en 30 flokksmönnum Samfylkingarinnar sem eiga lögheimili í Reykjavík. Leiðbeiningar um bæði skrifleg meðmæli og rafræn meðmæli eru í viðhengi.
  3. Greiðslukvittun þátttökugjalds. Ef óskað er eftir lækkun eða niðurfellingu, þá þarf að fylla út umsóknareyðublað þess efnis.

Hér getur þú nálgast eftirfarandi gögn:

Við biðjum þá sem huga á framboð að kynna sér öll gögn, meðal annars lög, reglur, og samþykktir. 

Ef einhverjar spurningar vakna, þá er velkomið hafa samband við formann kjörstjórnar, annars mun kjörstjórn halda úti “spurt og svarað” hér þar sem hægt er að nálgast allar helstu upplýsingar og útskýringar um framboð til flokkvalsins á aðgengilegan hátt.

Í kjörstjórn FSR sitja:

Ásta Guðrún Helgadóttir, (formaður) s. 6612128 - [email protected]

Ásþór Sævar Ásþórsson, (ritari)

Halla Gunnarsdóttir

Ingibjörg Stefánsdóttir

Sigfús Ómar Höskuldsson

Yfirlit yfir helstu lög, reglur, og samþykktir sem kunna að skipta máli:

Reglur FSR um val á framboðslista fyrir borgarstjórnarkosninga 2022

Skuldbindandi reglur Samfylkingarinnar um val á framboðslista

Lög FSR

Lög Samfylkingarinnar

Kosningalög nr. 112/2021

Lög um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006 

Leiðbeiningar og eyðublöð á vefsíðu Ríkisendurskoðunar