Málefnastarfið – vertu með!

Mætum til leiks

„Nú er rétti tíminn til að koma með og mæta til leiks, því að Samfylkingin er lögð af stað í leiðangur. Við erum byrjuð að undirbúa okkur til að taka við stjórn landsmálanna og leiða breytingar í íslensku samfélagi. Þess vegna blásum við nú til umfangsmikils málefnastarfs með nýju sniði — vinnu sem við tökum alvarlega. Og útkoman verður verklýsing fyrir næstu ríkisstjórn, forgangsröðun og skýr pólitík fyrir fólkið í landinu.“

Málefnastarfið er tvískipt. Annars vegar eru ákveðin forgangsmál sem flokkurinn fer í af fullum þunga þar sem eitt forgangsmál er tekið í einu, yfir ákveðinn tíma. Þar er öllum boðið að koma með og leggja sitt af mörkum en þriggja manna stýrihópur heldur utan um og leiðir vinnuna. Hins vegar hefur stjórn Samfylkingarinnar skipað tengiliði sem sjá um hefðbundið málefnastarf flokksins í öðrum málaflokkum fram að landsfundi.

Forgangsmál:

  • Heilbrigðismál og öldrunarþjónusta — frá mars 2023 og fram á haust 2023
  • Atvinna og samgöngur — frá hausti 2023 og fram á vor 2024
  • Húsnæðis- og kjaramál — frá vori 2024 og fram að landsfundi haustið 2024

Allir flokksfélagar og hver einasta eining flokksins getur lagt sitt af mörkum í þeirri vinnu sem er framundan í málefnastarfinu.

Húsnæðis- og kjaramál eru forgangsmálin þessa stundina

Vertu með! Hér er hægt að skrá sig til leiks.

Skráningarblað

Stýrihópur: Húsnæðis- og kjaramál

  • Jói, Jóhann Páll, þingflokkur
    Jóhann Páll Jóhannsson Formaður stýrihóps
  • Hildur Rós, Hafnarfjörður, kosningar 2022,
    Hildur Rós Guðbjargardóttir Í stýrihópi
  • Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir Í stýrihópi
  • Kolbeinn Hólmar Stefánsson Í stýrihópi

Tengiliðir stjórnar í öðrum málaflokkum