Auðlesinn texti

Stefna Samfylkingarinnar á auðlesnum texta

Betra líf

Samfylkingin er stjórnmálaflokkur.

Samfylkingin er jafnaðar-manna-flokkur Íslands.

Jafnaðar-manna-flokkur þýðir að við erum flokkur fyrir fólk sem kallar sig jafnaðar-menn.

Jafnaðar-stefnan fjallar um jöfnuð.

Jöfnuður er þegar fólk hefur jöfn tækifæri í samfélaginu.

Til dæmis jöfn tækifæri til að fara í skóla, fara til læknis og fá stuðning í samfélaginu.

Hér er það sem við viljum gera eftir kosningar.

Kosningar eru 25. september.

Þú getur fengið upplýsingar um kosningarnar hér: https://www.audlesid.is/is/audlesid-efni/althingiskosningar-2021

Betra líf fyrir fjölskyldur

Samfylkingin vill betra líf fyrir alls konar fjölskyldur. Sérstaklega fyrir:

  • Fjölskyldur með börn
  • Fjölskyldur sem vantar húsnæði
  • Eldra fólk og öryrkja
  • Fatlað fólk
  • Fólk sem flytur til Íslands, til dæmis flótta-fólk og innflytjendur.

Fjölskyldur með börn

Barna-bætur eru peningar sem þú færð frá ríkinu ef þú átt barn.

Samfylkingin vill hækka barna-bætur fyrir fólk sem er ekki með mjög há laun.

Ef þú ert með minna en 600.000 krónur á mánuði í laun myndir þú fá 54.000 krónur á mánuði frá ríkinu í barna-bætur.

Við viljum líka borga þær einu sinni í mánuði.

Við viljum laga kerfið svo það sé auðveldara að fá pláss á leikskóla eða hjá dag-foreldri.

Foreldrar sem eru í námi eða atvinnu-laus

Við viljum að ef þú átt barn og ert í námi eða að leita að vinnu, fáir þú samt ágæt laun í fæðingar-orlofi.

Það er erfitt að lifa af í fæðingar-orlofi eins og það er núna.

Heimilin

Það er dýrt að leigja íbúð og líka dýrt að kaupa íbúð.

Við ætlum að byggja fleiri íbúðir og ódýrari leigu-íbúðir um allt Ísland.

Ef við byggjum meira þá lækkar verðið.

Við viljum fleiri íbúðir fyrir ungt fólk og eldra fólk.

Eldra fólk og öryrkjar

Við viljum byrja á því strax eftir kosningarnar að hækka greiðslur til eldra fólks og öryrkja um 25.000 krónur á mánuði.

Við viljum að eldra fólk og öryrkjar megi vinna fyrir 200.000 krónur á mánuði án þess að það sé dregið af greiðslunum þeirra.

Þessu breytum við strax.

Svo hækkum við þetta ennþá meira seinna.

Fatlað fólk

Við viljum að fatlað fólk geti stjórnað eigin lífi.

Við viljum að fatlað fólk fái sömu tækifæri og ófatlað fólk.

  • Við viljum lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
  • Við viljum sjálf-stæða mannréttinda-stofnun. Mannréttinda-stofnun er stofnun sem fylgist með mann-réttindum.
  • Við viljum fjölga NPA-samningum.
  • Við viljum að fatlað fatlað fólk geti valið marga möguleika í námi.
  • Við viljum að fatlað fólk fái aðstoð í skólanum.
  • Við viljum að fatlað fólk verði ekki fyrir fordómum og ofbeldi.
  • Við viðljum að fatlað fólk geti valið um mörg störf.
  • Við viljum að fatlað fólk geti tekið þátt í félagslífi.

Betra loftslag

Loftslags-mál eru stórt verkefni sem allir íbúar í heiminum þurfa að vinna saman að.

Samfylkingin vill vinna fyrir jörðina og loftslagið.

Það er mjög mikilvægt og þarf að gerast strax.

Hvað ætlar Samfylkingin að gera fyrir loftslagið?

  • Við viljum minnka gróðurhúsa-loftegundir mjög mikið.
  • Gróðurhúsa-lofttegundir eru efni sem hita jörðina.
  • Við viljum setja pening í nýjar leiðir sem menga minna.
  • Við viljum gera auðveldara fyrir þig að ferðast með rútu og strætó.
  • Við viljum betri leiðir fyrir hjól
  • Við viljum styðja bændur sem vilja gera gott fyrir náttúruna.
  • Margt fleira.

Mannréttindi

Við viljum passa upp á mannréttindi. Það er mikilvægt.

  • Við viljum ganga í Evrópu-sambandið. Evrópu-sambandið er samvinna 27 landa í Evrópu.
  • Við viljum nýja stjórnarskrá
    Þjóðin kaus um nýja stjórnarskrá 2012.
    Við viljum samþykkja stjórnarskrá sem byggir á henni.
  • Við viljum að fólk geti búið alls-staðar á Íslandi.
  • Við viljum að ef þú verður fyrir ofbeldi fáir þú betri hjálp.
  • Við viljum taka betur á móti flótta-fólki.
    Flótta-fólk er fólk sem flýr heimili sitt út af stríði eða öðrum ástæðum.

Sterkara samfélag

  • Við viljum bæta heilbrigðis-kerfið
  • Við viljum bæta atvinnu-möguleika
  • Við viljum bæta mennta-kerfið
  • Við viljum bæta jöfnuð

Betra heilbrigðis-kerfi

Heilbrigðis-kerfið er kerfið sem hjálpar þér ef þú veikist.

Til dæmis spítalar og heilsugæslan.

Hvernig ætlar Samfylkingin að bæta heilbrigðis-kerfið?

  • Við viljum hlusta betur á fólkið sem vinnur á spítalanum.
  • Við viljum meiri pening í heilbrigðis-kerfið.
  • Við viljum að fólk þurfi ekki að bíða svona lengi eftir hjálp.
  • Við viljum ókeypis sálfræði-þjónustu fyrir börn.
  • Við viljum að fólk fái meiri hjálp heim til sín ef það þarf og vill og þurfi ekki að búa á stofnun.
  • Við viljum að eldra fólk geti fengið að vera á hjúkrunar-heimili og dvalar-heimili ef það þarf og vill.

Betri atvinna

Við viljum bæta atvinnu-möguleika með betri stuðningi.

  • Við viljum setja pening í verkefni svo fólk fái vinnu við þau.
  • Við viljum bæta þjónustu á netinu.
  • Við viljum styðja við nýjar lausnir og góðar hugmyndir.
  • Við viljum gera auðveldara fyrir þig að stofna fyrirtæki.
  • Við viljum byggja nýsköpunar-klasa um allt land.
    Nýsköpunar-klasi er hús sem hjálpar fólki að vinna að nýjum hugmyndum og stofna fyrirtæki.
  • Við viljum styðja við ferða-þjónustu
    Ferða-þjónusta eru fyrirtæki sem taka á móti ferða-mönnum.
  • Við viljum fylgjast betur með svindli á vinnumarkaði.

Betra mennta-kerfi

Mennta-kerfið eru allir skólarnir á Íslandi.

Við viljum gott mennta-kerfi fyrir allt fólk.

Við viljum menntun sem hentar mismunandi fólki.

  • Við viljum að nemendur geti fengið meiri pening lánaðan á meðan þau eru í námi. Það heitir náms-lán.
  • Við viljum styðja kennara.
  • Við viljum meiri hjálp fyrir nemendur.
  • Við viljum hjálpa börnum sem tala ekki góða íslensku.
  • Við viljum að það sé ódýrt að fara í nám í list.
    List- nám er til dæmis
    → Leiklist
    → Tónlist
    → Myndlist.
  • Við viljum að það sé hægt að læra list um allt land.
    Við viljum að fleiri geti farið í iðn-nám.
    Iðn-nám er skóli fyrir til dæmis
    → Bakara
    → Rafvirkja
    → Smiði
    → Skipstjóra
    → Hönnuði

Meiri jöfnuður

Jöfnuður er þegar samfélagið er réttlátt eða sanngjarnt.

Þegar það er jöfnuður færðu hjálpina sem þú þarft til að lifa góðu lífi.

Við viljum meiri jöfnuð.

Þau sem eiga mikla peninga eiga að borga mikið til samfélagsins og þau sem eru fátækt borga lítið.

  • Við viljum að þau sem veiða fiskinn í sjónum, sem við eigum öll saman borgi fyrir það.
  • Við viljum að þau sem eiga meira en 200 milljónir borgi aðeins meiri skatta.
    200 milljónir eru miklir peningar.
    Það eiga ekki margir 200 milljónir. Það er eins og 3 eða 4 íbúðir í Reykjavík
  • Við viljum passa að enginn svindli á sköttum.
    Við eigum öll að hjálpast að við að byggja upp samfélagið.