Auglýsingar frá Samfylkingunni

Fela auglýsingar frá Samfylkingunni

Samfylkingin nýtir vef- og samfélagsmiðla, líkt og aðra miðla, til þess að auglýsa og koma skilaboðum á framfæri við félaga og almenning.

Hægt er að fela þær auglýsingar sem Samfylkingin birtir á vef- og samfélagsmiðlum, rétt eins og hægt er að bannmerkja sig hjá Þjóðskrá. Hér er að finna leiðbeiningar um hvernig er hægt að fela auglýsingar á ýmsum vefmiðlum. Jafnframt getur þú haft samband við skrifstofu flokksins og fengið aðstoð til að koma í veg fyrir að auglýsingar frá Samfylkingunni birtist þér.

Youtube

Velur Info  > Stop seeing this ad

Google

Á Google í síma eða tölvu velur þú Info  > Why this ad. Turn off Show ads from Samfylkingin

Gmail

Á Gmail, veldu Info > Control ads like this > Block this advertiser

Facebook

Á Facebook velur þú ,,Hide ad“ við auglýsingu frá Samfylkingunni. Í kjölfarið getur þú valið að fela allar auglýsingar frá Samfylkingunni með því að velja ,,Hide all ads from Samfylkingin".

Instagram

Á Instagram ýtir þú á punktana þrjá í horni auglýsingar frá Samfylkingunni. Þar getur þú valið að fela þá auglýsingu með því að velja ,,Hide ad“. Eins getur þú útilokað Samfylkinguna frá þínum reikningi með því að fara á Instagram-síðu Samfylkingarinnar, ýtt á punktana þrjá í hægra horninu uppi og valið þar Block.

Hér má finna persónuverndarstefnu Samfylkingarinnar í heild sinni.