Styðjum Af­gana

Rósa Björk,

Rósa Björk er þing­kona Sam­fylkingarinnar og fyrrv. vara­for­maður Flótta-manna­nefndar Evrópu­ráðs­þingsins - hún skipar 2. sæti í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum.

Rósa Björk,
Rósa Björk Brynjólfsdóttir Þingmaður

Mikil ó­vissa ríkir í Afgan­istan og al­gjört á­fall að talí­banar hafi lagt landið undir sig.

Eins og í öllum stríðum hafa á­tökin síðustu 20 ár bitnað mest á sak­lausum í­búum landsins. Konur og börn eru 80% þeirra tæp­lega 3 milljóna Af­gana sem hafa flúið heimili sín frá því stríðið hófst. Fjöldi Af­gana sem flýja til Evrópu hefur vaxið mikið og sér­stak­lega af­ganskra barna á flótta.

Þátt­taka Ís­lands í Afgan­istan var ein um­fangs­mesta að­koma okkar að verk­efni öryggis­mála, endur­reisnar og eflingu stjórnar­fars í er­lendu ríki. Landið er eitt af okkar á­herslu­löndum í þróunar­sam­vinnu og á­herslan á stuðning við af­ganskar konur og jafn­réttis­mál.

Vegna stuðnings ís­lenskra stjórn­valda við inn­rásina í Afgan­istan og þátt­töku í friðar­gæslu, berum við á­byrgð og skyldu til að sýna Af­gönum stuðning. Ekki bara af því að það er hluti af okkar skyldum á al­þjóða­vett­vangi, heldur af því við tókum þátt í því að byggja landið upp eftir stríðs­á­tök.

Nú þegar bæði fé­lags­mála­ráð­herra og for­sætis­ráð­herra hafa lýst því yfir að skoða þurfi nánar mót­töku af­ganskra flótta­manna, þá er rétt að minna á að þessir ráð­herrar lofuðu 2019 að taka á móti við­kvæmum hópum af­ganskra flótta­manna en þau lof­orð hafa ekki raun­gerst. Eins og lof­orð sömu ráð­herra um mót­töku barna á flótta í Moria-flótta­manna­búðunum sem brunnu til grunna á síðasta ári. Ekkert hefur spurst til þeirra flótta­barna næstum ári síðar. Trú­verðug­leikinn í mál­efnum flótta­fólks er því ekki mikill.

Við þurfum að á­kveða strax hvers konar stuðningur gagnast Af­gönum í neyð sem okkur ber að styðja við, til dæmis mót­taka kvenna og barna og sam­starfs­fólks Ís­lendinga í Afgan­istan. Við verðum að vinna þétt með hinum Norður­löndunum, Flótta­manna­stofnun S.Þ., ESB og taka virkan þátt í um­ræðum á vett­vangi NATO, hjá Sam­einuðu þjóðunum og í Mann­réttinda­ráði S.Þ.

Setjum núna sér­stakan fókus á mál­efni flótta­manna frá Afgan­istan og á­kveðum strax að setja um­sóknir Af­gana sem hafa sótt um hæli hér á landi í for­gang.

Styðjum Af­gana út frá á­byrgð okkar og reynslu.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. ágúst 2021.