Húsnæðisúrræðum fyrir heimilislaust fólk tvöfaldast hjá Reykjavíkurborg á tveimur árum

Heiða Björg,

Reykjavíkurborg hefur stór aukið húsnæðisúrræði fyrir heimilslaus á síðstu tveim árum, en framboðið hefur tvöfaldast. Borgin hefur leitast við að koma til móts við þann hóp með fjölbreyttum úrræðum svo sem flestir geti fundið húsnæði við sitt hæfi.

Þjónusta við heimilislaust fólk hefur tekið gríðar miklum breytingum síðastliðin tvö ár, eftir að stefna um málefni heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir tók gildi árið 2019. Velferðarráð Reyjavíkuborgar notar skaðaminnkandi nálgun og hugmyndafræðinni húsnæði fyrst.

"Við sjáum að það ber árangur. Heimilisslausum hefur fækkað um 14% á síðstu fjórum árum og við erum gríðarlega stolt af því að geta tekið vel utan um þenna hóp og við munum núna á komandi misserum geta gert enn betur. Enda höfum við gjörbylt okkar aðferðum og þær hafa skilað þessum góða árangri" segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðaráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar. En þar á Heiða Björg meðal annars við sérstakt ráðgafateymi VoR hjá borginni sem hefur þann tilgang að aðstoða heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Teymið veitir fjölbreytta aðstoð, stuðning og ráðgjöf um þá þjónustu sem stendur fólki til boða. Skýrslan sýnir að 120 einstaklingar, eða 40% heimilislausra í Reykjavík, fá þjónustu VoR-teymisins.

Einnig var samþykkt að auka fjárstuðning við Konukot, sem er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur, um 29 miljónir og verður því stuðningur Reykjavíkurborgar 122,5 miljónir á árinu 2022. Auk þess var komið upp tveim smáhýsum á lóðinni.

Hér er hægt að nálagst skýrslu um stöðu heimilislausra í Reykjavík.