Reykjavíkurborg styrkir Bjarkarhlíð til að veita þolendum ofbeldis vistheimila ráðgjöf

Heiða Björg,

Ákveðið var á fundi Velferðarráðs að Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofebeldis, fær aukinn styrk frá Reykjavíkurborg til að veita einstaklingum ráðgjöf sem hafa upplifað eða orðið fyrir ofbeldi við dvöl á vistheimilum.

Bjarkarhlíð fær auka 7, 5 miljónir til að sinna þessu mikilvæga verkefni. Allir sem dvallið hafa á vistheimilum geta sótt ráðgjöf í Bjarkarhlíð, hvort sem heimilin voru rekin af ríkinu, Reykjavíkurborg eða einkaaðilum.

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, segir að með þessu séu send skýr skilaboð til einstaklinga sem hafi orðið fyrir ofbeldi á vistheimili. „Börn eiga aldrei að verða fyrir ofbeldi og það er hræðilegt að heyra af því ofbeldi sem fólk hefur lýst að það hafi orðið fyrir á vistheimilum. Með þessu skrefi viljum við senda skýr skilaboð til þeirra sem vistuð voru sem börn á vegum Reykjavíkurborgar um að hafi þau orðið fyrir ofbeldi þá standi þeim til boða stuðningur í Bjarkarhlíð. Það er ekki hægt að breyta fortíðinni en við getum sannarlega staðið saman um það núna að taka afsöðu gegn hvers kyns ofbeldi og að trúa og styðja þau sem fyrir því hafa orðið.“

Með þessum aukna styrk til Bjarkarhlíðar vonast Reykjavíkurborg að unnt verði að bregast við þeim áföllum sem þessir einstaklingar hafa orðið fyrir sem börn. Undafarnar vikur, mánuði og ár hafa fjölmargir opnað sig um það ofbeldi sem það varð fyrir á slíkum heimilum og það er verk að vinna að hjálpa fjölmörgum að vinna sig út úr þessum áföllum.