Framboðslisti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022 var samþykktur einróma á fjölsóttum félagafundi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ 5. mars 2022.

Anna Sigríður Guðnadóttir núverandi oddviti leiðir listann, annað sætið skipar  Ólafur Ingi Óskarsson varabæjarfulltrúi. Í þriðja sæti er Ómar Ingþórsson landslagsarkitekt og fjórða sæti skipar svo Elín Árnadóttir lögmaður

 „Ég er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með því að fá að leiða þennan öfluga hóp jafnaðarfólks og ég hlakka til kosningabaráttunnar sem framundan er. Við Samfylkingarfólk erum svo heppin að við höfum trausta, þrautreynda pólitíska stefnu, jafnaðarstefnuna, til að byggja á og vísa okkur veginn varðandi áherslumál okkar í aðdraganda kosninga. Við göngum glaðbeitt til þeirrar vinnu nú.“ – Anna Sigríður Guðnadóttir

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ

1.     Anna Sigríður Guðnadóttir bæjarfulltrúi, stjórnsýslufræðingur og upplýsingafræðingur

2.     Ólafur Ingi Óskarsson, kerfisfræðingur

3.     Ómar Ingþórsson, landslagsarkitekt

4.     Elín Árnadóttir, lögmaður

5.     Jakob Smári Magnússon, tónlistamaður og áfengis- og vímuefnaráðgjafi

6.     Sunna Björt Arnardóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum

7.     Daníel Óli Ólafsson, læknanemi

8.     Margrét Gróa Björnsdóttir, stuðningsfulltrúi í grunnskóla

9.     Elín Eiríksdóttir, framhaldsskólakennari

10.  Ragnar Gunnar Þórhallsson, Hefur setið í stjórnum ÖBÍ, NPA miðstöðvarinnar og Sjálfsbjargar

11.  Kristrún Halla Gylfadóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur

12.  Guðbjörn Sigvaldason, verslunarmaður

13.  Sólborg Alda Pétursdóttir, verkefnastjóri/ náms-og starfsráðgjafi

14.  Þóra Sigrún Kjartansdóttir, hágreiðslunemi

15.  Símon Guðni Sveinbjörnsson, bifreiðasmiður

16.  Gerður Pálsdóttir, þroskaþjálfi

17.  Greipur Rafnsson, nemi í félagsráðgjöf

18.  Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir, viðburðahönnuður og leiðbeinandi í grunnskóla

19.  Finnbogi Rútur Hálfdánarson, lyfjafræðingur

20.  Nína Rós Ísberg, framhaldsskólakennari

21.  Ólafur Guðmundsson, húsasmiður

22.  Kristín Sæunnar Sigurðardóttir, eftirlaunakona