Nýtt hverfishjarta risið í Úlfarsárdal og Grafarholti

Eftir mikla samvinnu, samtal og vinnu margra aðila, íbúa, Framara, starfsmanna borgarinnar og fagfólks, að ógleymdri þolinmæði íbúa í hverfinu, má sjá afrakstur margra ára vinnu í nýju hverfishjarta.

Tímamóta miðstöð mennta, íþrótta og menningar er risin í hverfinu eftir langþráða bið. Um er að ræða nýtt hjarta sem risið er í Dalnum, sannkallað Dalshjarta sem gegnir gríðalega mikilvægu félagslegu hlutverki fyrir íbúa á öllum aldri, sérstaklega til að sporna við meinsemd 21. aldar, einmanaleikanum. Fjölbreytt þjónusta við fólk með ólík áhugamál og styður við íbúana er búa í hverfinu og það á einum stað. Einstakt að geta kíkt á bókasafnið, tekið upp lag eða lesið í bók og skellt sér svo í sund. Um er að ræða eina stærstu byggingaframkvæmd sem Reykjavíkurborg hefur ráðist í og er fjárfesting upp á tæplega 14 milljarða króna. Menningarmiðstöð og innisundlaug áætlað 810 milljónir, útisundlaug 1.5 milljarður og íþróttamannvirki Fram tæpir 5 milljarðar.

Íþróttasvæði Fram mun draga að sér unga sem aldna á völlinn bæði til keppni og til æfinga. Skapa heilbrigða umgjörð fyrir börn og ungmenni enda ekkert heilnæmara en þátttaka í skipulögðu íþróttastarf og tómstundarstarfi. Glæsilegt gervigrassvæði, íþróttahús, sem verður tekið í notkun haustið 2022, og keppnisvöllur með gervigrasvelli, flóðlýsingu og áhorfenda aðstöðu sem verður tekinn í notkun núna í vorið. Aðstaða eins og best verður á kosið í hjóla og göngufæri í hjarta byggðarinnar. Öll þessi frábæra aðstoða mun skapa umgjörð og heilnæmt umhverfi fyrir komandi kynslóðir og efla hverfisanda og félagsauð í hverfinu. Framtíðin er komin í Úlfarsárdal og Grafarholt. Til hamingju öll.

Fjárfesting í sterkari og sjálfbærari hverfum

Samfylkingin hefur sterka og skýra framtíðarsýn á þróun hverfa borgarinnar og er Dalshjartað staðfesting á þeirri framtíðarsýn sem við viljum stefna að með öll hverfi borgarinnar. Við viljum forgangsraða fjármagni í þau hverfi sem fyrir eru og nýta þá innviði sem búið er að fjárfesta í. Sterkir hverfiskjarnar gegna þar lykilhlutverki með blandaðri byggð og fjölbreyttri þjónustu. Við viljum sterk og sjálfbær hverfi, hverfi þar sem margvísleg þjónusta er í göngu og hjólafjarlægð hvort sem um ræðir skóla, leiksskóla, tómstundir eða græn svæði. Fimmtán mínútna hverfið verður til með minni umferð, betri loftgæðum og meira öryggi fyrir gangandi og hjólandi. Umgjörð er sköpuð fyrir heilbrigðara líf.

Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.