Sameiginlegur framboðslisti Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð

Sameiginlegur framboðslisti Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð var samþykktur á félagsfundi 28. mars síðastliðinn.

Bjarney Bjarnadóttir grunnskólakennari leiðir listann, Logi Sigurðsson, búfræðingur og Bústjóri LBHÍ að Hesti skipar annað sæti og þriðja sæti skipar Kristján Rafn Sigurðsson fyrrverandi framkvæmdarstjóri. Um leið var Magnúsi Smára Snorrasyni þakkað fyrir vel unnin störf á kjörtímabilinu sem nú er að líða.

  1. Bjarney Bjarnadóttir, grunnskólakennari og meistaranemi í forystu-og stjórnun
  2. Logi Sigurðsson, búfræðingur og Bústjóri LBHÍ að Hesti
  3. Kristján Rafn Sigurðsson, fyrrv. framkvæmdarstjóri
  4. Anna Helga Sigfúsdóttir, leikskólakennari
  5. Dagbjört Diljá Haraldsdóttir, leiðbeinandi
  6. Jón Arnar Sigurþórsson, varðstjóri
  7. Þórunn Birta Þórðardóttir, lögfræðinemi
  8. Viktor Ingi Jakobsson, háskólanemi
  9. Jóhanna María Þorvaldsdóttir, grunn- og framhaldsskólakennari og uppeldisfræðingur
  10. Magdalena J. M. Tómasdóttir, ferðamála- og markaðsfræðingur
  11. Elís Dofri G Gylfason, viðskiptafræðinemi
  12. Sigurjón Haukur Valsson, umsjónarmaður ferðaþjónustu fatlaðra og sjúkraflutningamaður
  13. Sólveig Heiða Úlfsdóttir, háskólanemi
  14. Inger Helgadóttir, fyrrv. framkvæmdarstjóri
  15. Haukur Júlíusson, ellilífeyrisþegi
  16. Sólrún Tryggvadóttir, sjúkraliði
  17. Unnsteinn Elíasson, hleðslumeistari
  18. Eyjólfur Torfi Geirsson, bókari