Guðmundur Andri Thorsson

2. sæti í Suðvesturkjördæmi

Skáldið á Alþingi

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, skáld, ritstjóri og pistlahöfundur, fæddist í Reykjavík 31. desember 1957. Hann er íslenskufræðingur frá Háskóla Íslands og hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna síðustu árin.

Guðmundur Andri hefur starfað sem blaðamaður, gagnrýnandi, þáttagerðamaður og ritstjóri. Hann er þekktur fyrir pistla sína í Fréttablaðinu en þó kannski fyrst og fremst sem rithöfundur. Fyrsta skáldsaga hans, Mín káta angist, kom út 1988. Hann hefur síðan sent frá sér allmargar skáldsögur sem hlotið hafa góðar viðtökur. Síðustu árin hefur hann þó helgað húsinu stóra við Austurvöll og fundist það heiður að fá að taka þátt í löggjafarsamkundunni. 

„Það er mikil vegsemd að vera þingmaður, að vera trúað fyrir því að sitja á löggjafarsamkomunni og starfa þar við lagasetningu og málflutning í anda og umboði þúsunda fólks sem aðhyllist sömu lífsviðhorf og maður sjálfur,“ segir Guðmundur Andri, sem trúir því að jafnaðarstefnan sé mikilvægari en nokkru sinni fyrr. „Hún ein hefur úrræði til að vinna gegn vaxandi misskiptingu og lotugræðgi kapítalismans um leið og mannúð, gagnkvæmt umburðarlyndi og virðing fyrir einstaklingunum og vali þeirra er innbyggð í þessa stefnu.“

Stuðlar að góðu andrúmslofti

Guðmundur Andri telur sig hafa erindi í pólitik og í þingflokki jafnaðarmanna. „Fyrir utan það að vera talsmaður hugsjóna og stefnumála lít ég á það sem hlutverk mitt að stuðla að sáttum og góðu andrúmslofti

Guðmundur Andri,
Jafnaðarstefnan er ábyrga leiðin út úr vandanum. Nú duga ekki úreltar kreddur og kennisetningar nýfrjálshyggjunnar.

Guðmundur Andri Thorsson 2. sæti í Suðvesturkjördæmi

Jafnaðarstefnan er ábyrga leiðin út úr vandanum

Guðmundur telur að jafnaðarstefnan sé ábyrga leiðin út úr vandanum í kjölfarið á þeim hremmingum sem henda heimsbyggðina í kjölfar faraldursins. „Nú duga augljóslega ekki úreltar kreddur og kennisetningar nýfrjálshyggjunnar,“ segir Guðmundur Andri sem telur að ábyrga leiðin út úr vandanum snúistum að tryggja lágmarksafkomu þeirra sem veikast standa eftir að hafa misst vinnu eða þurfa að treysta á samhjálp. „Það er ekki bara rétt vegna þess að fátækt á ekki að sjást í okkar ríka samfélagi heldur líka vegna þess að það örvar hagkerfið.“

Vill hækka atvinnuleysisbætur

Þá telur Guðmundur að hækka eigi atvinnuleysisbætur svo að þær nái lágmarkslaunum: „Það er fráleitt að segja atvinnulausu fólki að leita sér bara að vinnu, þegar enga vinnu er að fá,“ segir Guðmundur og bætir við að veita þurfi fjármunum til að skapa störf, styðja lítil fyrirtæki sem byggja á snjöllum hugmyndum, áræði og ástríðu.

Úr fjölskyldualbúminu...

Nokkrar laufléttar...

  • Ég kann að steppa. En bara mjög stutt í einu.

  • Heimabakað brauð, með dijon-sinnepi, parma-skinku, brie-osti, einu salatblaði og litlum, skornum kirsuberjatómötum. Svo jafnvel ferskt rósmarín. Þetta er fjölbreytt, skynsamlegt, hollt og gott!

  • Þegar maður áttar sig á því hvað lífið er mikil gjöf.

Æviágrip

Fjölskylduhagir

Fæddur í Reykjavík 31. desember 1957. Foreldrar: Thor Vilhjálmsson (fæddur 12. ágúst 1925, dáinn 2. mars 2011) og Margrét Indriðadóttir (fædd 28. október 1923, dáin 18. maí 2016). Maki: Ingibjörg Eyþórsdóttir (fædd 20. desember 1957) tónlistar- og íslenskufræðingur. Foreldrar: Eyþór Einarsson og Svandís Ólafsdóttir. Börn: Svandís (1995), Sólrún Liza (2000).

Náms- og starfsferill

Stúdentspróf MS 1978. BA-próf í íslensku HÍ 1983. Framhaldsnám í íslensku við HÍ 1983–1987.

Rithöfundur. Ritstjóri hjá Máli og menningu og seinna Eddu 1987–2004 og hjá Forlaginu 2008–2017. Pistlagerð frá árinu 1988 fyrir Þjóðviljann, Pressuna, Alþýðublaðið, Ríkisútvarpið, Bylgjuna, DV, Dag-Tímann og Fréttablaðið. Höfundur skáldsagna, æviminninga og þýðinga. Ritstjóri Tímarits Máls og menningar (1987–1989 og 2008–2017).

Í stjórn PEN á Íslandi frá 2010. Í Þingvallanefnd síðan 2018.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2017 (Samfylkingin).

Allsherjar- og menntamálanefnd 2017–, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2019–.

Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu 2017–.