Kynnstu Hildu!

Má ekki bara vera spurning um heppni

Hilda Jana er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri og hefur verið frá árinu 2018. Hilda Jana er lífsglöð, orkumikil og þrautseig. Hún brennur fyrir jafnréttismálum og réttlátara samfélagi, enda þekkir hún það á eigin skinni að öll þurfum við stöku sinnum á því að halda að okkur sé rétt hjálparhönd.

"Ég upplifi að þrátt fyrir að ég hafi þurft að takast á við ýmsar erfiðar áskoranir í lífinu, þá hafi ég líka verið ákaflega heppin og fengið þann stuðning sem ég hef þurft á að halda til að fá tækifæri til að blómstra og vera hamingjusöm. Hins vegar tel ég að það eigi ekki að vera bundið aðallega við heppni hvort að einstaklingar fái tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum, heldur þurfum við að skapa samfélag sem býr til þann jarðveg sem þarf til og að til staðar sé sterkt öryggisnet sem grípur okkur þegar við þurfum sárlega á því að halda."

Helstu áhugamál Hildu Jönu eru samverustundir með vinum og vandamönnum, hvers kyns hreyfing og þá helst útilhaup og gæðastundir með eiginmanni sínum og dæturum, að ógleymdum hundinum Golu og kettinu Lúnu. „Af einhverjum óskiljanlegum orsökum er ég kominn með hlaupabakteríu, eitthvað sem ég átti svo sannarlega aldrei nokkur tíma von á að ég myndi gera. Mér finnst alveg brjálæðislega gott að fara út að hlaupa, bæði fyrir líkama og sál og hrikalega gaman að bæta mig í þessu mjög svo ófyrirséða áhugamáli. Best af öllu er síðan eftir útihlaupin að leggjast í heitan pott með góðan kaffibolla og spjalla við eiginmanninn og börnin um lífið og tilveruna.“

Nokkrar laufléttar...

  • Ég er með vandræðalega teygjanlegar kinnar.

  • Heimsins besta samloka a´la Ingvar Már (alls konar gums, jarðaber, beikon, ostar, kjúlli, kiwi, salat, paprika, gúrka, sinnepsósa).

  • Þakklætinu.

Æviágrip

Fjölskylduhagir

Hilda Jana Gísladóttir er fædd 17. ágúst 1976. Hún hefur lengst af starfað sem fjölmiðlakona á Akureyri, var fréttamaður á Aksjón, Stöð 2 og RÚV og síðar framkvæmda- og sjónvarpsstjóri á N4. Hilda Jana er gift Ingvari Má Gíslasyni og eiga þau þrjár dætur, Hrafnhildi Láru, Ísabellu Sól og Sigurbjörgu Brynju

Ferill

  • Stúdentspróf frá VMA 1997
  • B.ed. frá HA 2003
  • Diplóma í fjölmiðla- og boðskiptafræði frá HA 2021
  • Stundar nú MA nám í frétta- og blaðamennsku við HÍ
  • Bæjarfulltrúi frá árinu 2018
  • Varaþingmaður frá árinu 2022

Nefndir og ráð

  • Formaður stjórnar Akureyrarstofu 2018-2021
  • Formaður stjórnar Eyþings 2018-2019
  • Formaður stjórnar SSNE 2019-2022
  • Þróunarleiðtogi jafnréttismála bæjarráðs 2018-2022
  • Bæjarráð 2018-2022
  • Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar 2022
  • Listasafnsráð Listasafns Akureyrar 2018-2022
  • Stjórn Norðurorku 2022
  • Skipulagsráð Akureyrarbæjar 2022
  • Stjórn Markaðsstofu Norðurlands 2021
  • Verkefnisráð Blöndulínu 3 2022