Tillaga Oddnýjar lögð fram á þingi Norðurlandaráðs

Í dag var tillaga Oddnýjar G. Harðardóttur, um nýju tæknibyltinguna og áhrif hennar á Norðurlöndin, lögð fram á þingi Norðurlandaráðs.

Tillagan gengur út á það að metin verði heildaráhrif á Norræna velferðarsamfélagið og Norræna módelið í ljósi væntanlegra breytinga á samfélaginu vegna tæknibyltingarinnar, sjálfvirknivæðingar og aukinnar gervigreindar.

Gríðarlegar breytingar framundan

Samfélag okkar stendur frammi fyrir gríðarlegri tæknibyltingu sem mun gjörbreyta þjóðfélaginu. Nýja tæknibyltingin mun leiða til aukinnar sjálfvirkni og færri vinnandi hendur verða nauðsynlegar til að vinna verkin. Þessi nýi veruleiki getur bætt lífsgæði okkar með því að færa okkur auknar frístundir og tækifæri til fleiri samverustunda með fjölskyldu og vinum. Hins vegar, sjáum við líka fram á að færri störf og færri skattgreiðendur geti leitt til þess að norræna velferðarkerfið skreppi saman og geti ekki veitt þeim þjónustu, sem þurfa á henni að halda og veiki norræna módelið, verði ekki brugðist við þessum breytingum í tæka tíð.

Norrænn jafnlaunastaðall

Á sama fundi var það tekið upp að hin norðurlöndu fylgi í fótspor Íslands og taki upp jafnlaunastaðal í baráttunnni við launamismun kynjanna.

Sjá meira um tillöguna um tæknibyltinguna og Norðurlöndin hér: http://bit.ly/2gRoCKk

Sjá meira um tillöguna um jafnlaunastaðal á norðurlöndum http://bit.ly/2gXz9qO