Leiðbeiningar til frambjóðenda um kynningu á xs.is

Skila þarf gögnum vegna kynningar eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi, mánudaginn 24. janúar 2022

LEIÐBEININGAR TIL FRAMBJÓÐENDA UM SAMEIGINLEGA KYNNINGU Á XS.IS

Skila þarf gögnum vegna kynningar eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi, mánudaginn 24. janúar 2022

Frambjóðendum býðst að halda úti kynningarsíðu á xs.is á meðan prófkjöri stendur. Um er að ræða undirsíðu á xs.is þar sem kjósendur eiga að geta nálgast helstu upplýsingar um framboðið á einfaldan og miðlægan hátt. Hver frambjóðandi fær eina undirsíðu, þar sem hann getur komið eftirfarandi upplýsingum til kjósenda:

  1. Skrifleg kynning: Æviágrip og helstu málefni
  2. Myndband
  3. Mynd
  4. Hlekkir á bloggsíður, facebook-síður, samfélagsmiðlareikninga á borð við Twitter og Instagram.

Sigrún Einarsdóttir, verkefna- og viðburðarstjóri flokksins, mun taka á móti öllum upplýsingum.

[email protected]

S. 696 5545

Vakin er athygli á því að þetta er eitthvað sem er í boði fyrir frambjóðendur og þau þurfa sjálf að útvega efnið sem er til birtingar. Kjörstjórn mun ekki bjóða upp á myndatökur eða upptökur af neinu tagi og er frambjóðendum í sjálfsvald sett að útbúa allt.

Skila skal þarf gögnum eigi síður en mánudaginn 24. janúar 2022 klukkan 12:00 á hádegi.

Stefnt er að því að framboðsvefur geti farið í loftið eigi síðar en þriðjudaginn 25. janúar 2022 og er því beint til frambjóðenda að skila þessum upplýsingum fyrir þann tíma. Kjörstjórn áskilar sér þannig rétt til þess að heimila birtingu sameiginlega vefsvæðisins þó að ekki allir frambjóðendur hafi skilað inn gögnum.

Skrifleg kynning: Æviágrip og helstu málefni

Skrifleg kynning upp á 500-600 orð. Frambjóðendum gefst kostur á að segja frá sér og sínum málefnum. Sem dæmi:

  • Æviágrip: Menntun og fyrri reynsla.
  • Málefni: Hver eru helstu málefnin þín og af hverju eru þessir málaflokkar þér mikilvægir?
  • Afhverju átt þú erindi í borgarstjórn?

Það er gott viðmið að textinn sé ekki lengra en 500-600 orð - eða um ein A4 blaðsíða þétt skrifuð.

Myndir

Frambjóðendur eru beðnir um að senda inn myndir sem eru í góðri upplausn og ágætlega stórar. Athugið að það væri gott ef myndin sýni góðan hluta af efri-búk. Það gerir samræmda uppsetningu á vefsvæðinu auðveldari. Dæmi:

Hlekkir á aðrar síður og aðrar upplýsingar

Frambjóðendur geta komið með hlekki á aðrar síður:

Facebook síðu eða prófíl

  • Heimasíðu sína
  • Instagram síðu sína
  • Twitter síðu sína

Einnig býðst frambjóðendum að hafa

  • Tölvupóstfangið sitt
  • Símanúmer

Myndband

Frambjóðendum býðst að koma með myndbandskynningu á sjálfum sér og sínum málefnum. Tæknilegar upplýsingar:

  • Myndbandið þarf að berast á .mp4 formatti.
  • Myndbandið má vera 1 - 3 mín.

Skila skal þarf gögnum eigi síðar en mánudaginn 24. jan. kl. 12:00 á hádegi.

Sigrún Einarsdóttir, verkefna- og viðburðarstjóri flokksins, mun taka á móti öllum upplýsingum.

[email protected]
S. 696 5545

Því fyrr sem kynningarnar berast, því fyrr getur sameiginlegur framboðsvefur komið upp. Stefnt er að því að sameiginlegur framboðsvefur komi upp eigi síðar en 25. janúar 2022 og er því beint til frambjóðenda að skila þessum upplýsingum fyrir þann tíma.

Tékklisti á kynningu á xs.is fyrir frambjóðendur

  • Mynd í góðri upplausn
  • Myndband - í mp4 formatti
  • Skrifleg kynning

Hlekkir á samfélagsmiðla

  • Facebook síðuna (Page)
  • Facebook reikning (venjulega “reikninginn”/account) Twitter
  • Instagram
  • Heimasíða
  • Aðrir samfélagsmiðlar (YouTube, TikTok, etc)

Aðrar tengiliða upplýsingar

  • Símanúmer
  • Netfang

Skila skal þarf gögnum eigi síður en mánudaginn 24. jan. kl. 12:00 á hádegi.

Sigrún Einarsdóttir, verkefna- og viðburðarstjóri flokksins, mun taka á móti öllum upplýsingum.

[email protected]
S. 696 5545  

Hlaða niður leiðbeiningum.