Framboðsfrestur í Hafnarfirði

Auglýst eftir framboðum til flokksvals Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Reglur flokksvalsins eru eftirfarandi:
Flokksval, þ.e. prófkjör þar sem eftirfarandi aðilar hafa kosningarétt:
- Allir félagsmenn í Samfylkingunni með lögheimili í Hafnarfirði sem hafa náð 16 ára aldri á valdegi og eru skráðir í Samfylkingarfélagið í Hafnarfirði.
- Skráðir stuðningsmenn Samfylkingarinnar sem eru 16 ára og eldri, sem undirritað hafa stuðningsyfirlýsingu og skráð sig á kjörskrá innan lokafrests til skráningar en kjörskrá skal lokað 7 dögum fyrir kosningar eða þann 5. febrúar 2022.
- Kosið verður um efstu 6 sætin á framboðslista og er kosning bindandi í þau sæti. Framboðslisti verður svokallaður paralisti. Það þýðir að kvenframbjóðandi skal hið minnsta skipa annaðhvort sæti 1 eða 2, hið minnsta annaðhvort næstu tveggja sæta og svo koll af kolli í hver tvö sæti. Eða öfugt.
- Þátttökugjald frambjóðenda verður 50.000 kr. Helmingsafsláttur er fyrir öryrkja, fólk utan vinnumarkaðar og eldri borgara. Þá greiða námsmenn 20.000 kr. óháð aldri og námsstigi.
- Heildarkostnaður frambjóðenda af kosningabaráttu sem hverjum frambjóðanda er heimilt að stofna til má mest nema 350.000 kr. Samanlagður heildarkostnaður frambjóðenda með þátttökugjaldi getur því mest orðið 400.000 kr.
- Kjörgengir eru allir félagsmenn í Samfylkingunni sem uppfylla skilyrði landslaga um kosningarétt og kjörgengi og hafa meðmæli félaga í Samfylkingunni. Fjöldi meðmælenda skal vera að lágmarki 20 og að hámarki 30.
- Þegar kosið er í flokksvali skulu kjósendur raða frambjóðendum á lista. Raða skal að lágmarki 4 frambjóðendum og að hámarki 8.
- Skila þarf inn framboðsyfirlýsingu fyrir lok 14. janúar á netfangið [email protected]
- Krafist er meðmæla minnst 20 og mest 30 flokksfélaga í Hafnarfirði 16 ára og eldri sem hafa lögheimili í Hafnarfirði á kjördag. Meðmælum skal skila fyrir lok 14. janúar á netfangið [email protected].
Flokksvalið verður haldið þann 12. febrúar 2022 og verður auglýst nánar síðar.
Að lokum eru frambjóðendur hvattir til þess að kynna sér skuldbindandi reglur um aðferðir við val á framboðslista hjá flokknum.
Kær kveðja,
Samfylkingin í Hafnarfirði.