Fjósið, Valsheimilnu

Aðalfundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík

Samfylkingin,

Kæri félagi í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík,
er hér með boðað til aðalfundar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fimmtudaginn 24. febrúar kl. 20:00 í Sóltúni 26, 105 Reykjavík. Breytingar á fundarstað gætu orðið ef sóttvarnir kalla á.

Vegna samkomutakmarkana er skráning nauðsynleg. Hér getur þú skráð þig á fundinn: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSc0dBOY_HmXX6tE96xaEwUVzgaTGVWzgLpmwg9IiD9MKJC6SA/viewform

Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins sem hægt er að nálgast á heimasíðu félagsinshttps://www.sffr.is/

Um aðalfund segir:

7. grein
Aðalfund skal halda fyrir lok febrúar ár hvert. Aðalfund SffR skal boða með þriggja vikna fyrirvara en senda skal út dagskrá með minnst viku fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað. Við kosningar og kjörgengi í félaginu skal miða við rétta félagaskrá eins og hún var 31. desember. Reikningsár félagsins er almanaksárið.
Fastir dagskrárliðir aðalfundar eru:

1) skýrsla stjórnar,
2) ársreikningur,
3) skýrsla skoðunarnefndar,
4) lagabreytingar,
5) ákvörðun um árgjald,
6) kjör formanns,
7) kjör gjaldkera,
8) kjör annarra stjórnarmanna,
9) kjör varamanna,
10) kjör þriggja manna í skoðunarnefnd,
11) kjör í nefndir,
   a) í uppstillingarnefnd,
   b) í aðrar nefndir sem aðalfundur ákveður,
12) önnur mál.

8. grein
Tillögur til lagabreytingar þurfa að hafa borist stjórn 2 vikum fyrir boðaðan aðalfund.
Lagabreytingartillögur skulu sendar út með öðrum fundargögnum minnst viku fyrir fund.
Tillaga að lagabreytingum telst samþykkt fái hún 2/3 hluta greiddra atkvæða.

9. grein
Á aðalfundi skal kjósa þriggja manna uppstillingarnefnd og einn til vara að tillögu fráfarandi stjórnar félagsins.
Hlutverk nefndarinnar er að leggja fyrir aðalfund tillögur um frambjóðendur við kjör formanns, annarra stjórnarmanna, varamanna og skoðunarnefndarmanna.
Tillögur uppstillingarnefndar skulu liggja fyrir á skrifstofu félagsins minnst viku fyrir aðalfund.
Aðrar tillögur skulu berast skrifstofu félagsins minnst 2 sólarhringum fyrir boðaðan aðalfund. 

10. grein
Fundi skal boða með bréfi eða tölvupósti eða með auglýsingu í fjölmiðlum. Aðalfund skal boða með auglýsingu og/eða með bréfi/tölvupósti til allra félaga.
Félagsfundi skal boða með dagskrá með a.m.k. fimm daga fyrirvara. Félagsfundur er ályktunarbær um hvaða efni sem vera skal.
Opna umræðufundi skal boða með a.m.k. tveggja daga fyrirvara. Þá skal boða með dagskrá.
Ekki skulu þar teknar fyrir ályktunartillögur um annað en dagskrárefni.
Stjórninni er skylt að boða til félagsfundar ef minnst 30 félagsmenn óska þess skriflega og tilgreina fundarefni.

Tillögur að lagabreytingum þurfa að hafa borist stjórn 2 vikum fyrir boðaðan aðalfund.
Lagabreytingatillögur skal senda á tölvupóstfangið: [email protected]

Hafir þú hug á því að gefa kost á þér í stjórn SffR þá skaltu koma því á framfæri við uppstillingarnefnd fyrir kl. 23.59 mánudaginn 14. febrúar 2022.

Uppstillinganefnd skipa
Sigríður Arndís Jóhannsdóttir formaður sími 822 3067[email protected]
Dóra Magnúsdóttir sími 853 9953[email protected]
Gunnar Alexander Ólafsson sími 821 7289[email protected]
Varamaður er Ólafur Kjaran Árnason.

Skoðunarmenn reikninga eru
Kristinn Karlsson
Sara Björg Sigurðardóttir
Sigríður Arndís Jóhannsdóttir.


Er félagsgjaldið þitt ógreitt?
Við minnum á að greiða félagsgjaldið, ef það er ógreitt þá finnur þú kröfuna undir „valfrjálsar kröfur“ í heimabankanum þínum. Þjónustufulltrúar í bönkunum geta aðstoðað þig við að finna kröfuna sé hún ekki áberandi.

Framundan er spennandi borgarstjórnarkosningavor og við hlökkum til baráttunnar sem framundan er. VIð hvetjum þig og sem flest til þátttöku í baráttunni í vor.
Við gerum fátt nema við komum saman og leggjum öll hönd á plóg!

Með vinsemd og virðingu,
Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík