Facebook XS Reykjavík

Frambjóðendur tala um borgina okkar

Samfylkingarfélagið í Reykjavík stendur fyrir fjórum framboðsfundum sem verður streymt á Facebooksíðu Samfylkingarinnar í Reykjavík - XS Reykjavík, á mánudag og fimmtudag, þar sem frambjóðendur í flokksvalinu ræða saman um borgarmálin. Fundir og fundartímar eru þessir:
         Mánudag 7.2., 17.30‒19: Reykjavík framtíðarinnar …
         Mánudag 7.2., 19.30‒21: Skóli og menning …
         Fimmtudag 10.2., 17.30‒19: Lýðræði og mannréttindi …
         Fimmtudag 10.2., 19.30‒21: Vinna og velferð …
Hver frambjóðandi velur sér tvö af þessum fundarefnum og ræða saman fjórir í einu (dregið í hópana). Fundarstjóri verður Inga Auðbjörg Straumland.
Væntanlegir fundarmenn (áhorf/heyrendur) geta sent inn fyrirspurnir um einstök mál á netfangið [email protected] báða fundardagana fram til kl. 17. Ekki er hægt að ábyrgjast að allar fyrirspurnir komist til umræðu á fundunum.
Við vonumst eftir fróðlegum og skemmtilegum umræðum milli frambjóðendanna sextán. Takið kvöldin frá og segið vinum og félögum af viðburðunum !
        
Stjórn SffR