Hljómahöllin í Reykjanesbær

Vorfundur flokksstjórnar

Það er mikið gleðiefni að nú getum við komið saman og ætlum við að gera það á vorfundi flokksstjórnar sem haldinn verður í Reykjanesbæ í Hljómahöllinni.

Því vonum við svo sannarlega að sem flestir hafi tök á að taka þátt á vorfundi flokksstjórnar laugardaginn 12. mars, félagar, makar og börn velkomin.

Skráning á fundinn hér.

Velferð fyrir okkur öll

09:00          Húsið opnar - skráning

09:30          Varaformaður Samfylkingarinnar setur fundinn 

09:40          Framtíðin er núna 
Fundargestir ræða mikilvægustu verkefnin framundan í sveitarfélögum landsins og gefst kostur á að hlusta á og spyrja gesti í pallborði í tveim liðum

  • Fjárfestum í Grænni framtíð - Loftslagsmál, samgöngur, fjárfestingar, innviðir
  • Samfélag fyrir okkur öll – jöfnum tækifærin í alvöru!  - Menntun, vinna, húsnæði, velferð

11:00        Ræða formanns Samfylkingarinnar
11:20        Hádegishlé       

Matarmikil grænmetisúpa, kjúklingasalat & vegansalat
ásamt brauðinu okkar og pestó

12:20        Almennar umræður, fulltrúi Reykjanesbæjar opnar 

14:00        Kosning í Verkalýðsmálaráð 
Kosið verður í fmm sæti, hér er að finna eyðublað með framboðstilkynningu.

14:15        Umsókn um inngöngu Jafnaðarfélagsins í Samfylkinguna

14:30        Kaffihlé 

Makkarónur - döðlugott

15:00        Afgreiðsla tillagna og ályktunar fundarins 
Tillögur skulu hafa borist skrifstofu fyrir 5. mars kl. 09:00  á tölvupósti [email protected]

15:30       Hjartans málið mitt 

Frambjóðendur segja frá sínu hjartans máli

16:30       Hamingjustund með félögum okkar á Suðurnesjum  

Aðeins flokksstjórn hefur atkvæðisrétt á flokksstjóarnarfundi. 

Þátttökugjaldið er 3.500 kr., innifalið í því er kaffi, hádegismatur og síðdegiskaffi. Skráning á fundinn hér.