Salaskóla

Málefnafundur Samfylkingarinnar í Kópavogi

FÉLAGAFUNDUR SAMFYLKINGARINNAR Í KÓPAVOGI 5. MARS kl. 09 - 16 Í SALASKÓLA

Laugardaginn 5. mars verður haldinn fundur á vegum Samfylkingarinnar í Kópavogi í Salaskóla.  Hann markar upphaf baráttu okkar fyrir bæjarstjórnarkosninarnar þann  14. maí í vor. 

Markmið fundarins er að skilgreina helstu stefnuáherslur sem lagðar verða til grundvallar í kosningabaráttunni framundan.  

Fundurinn hefst klukkan 9 og mun standa allt til klukkan 16.  Fundaformið verður þannig að safnað verður efnisatriðum frá þátttakendum sem verða tekin saman að honum loknum. Í kjölfarið verða settir á laggirnar málefnahópar sem munu útfæra stefnumið okkar í hinni mikilvægu baráttu sem framundan er. 

Ef þú hefðir áhuga á að taka þátt vinsamlegast sendu ósk þar að lútandi á undirritaðan á netfangið  [email protected]

 Dagskrá  
09:00 Velkomin:  Bergljót Kristinsdóttir

Kristrún Frostadóttir ávarpar fundinn.

09:30 Vinnulag fundar/Aðferðarfræði Hákon Gunnarsson
09:50 Kaffihlé 
10:00 Söfnun málefna- og úrbótaatriða 
12:30 Hádegishlé  - Snarl 
13:00 Söfnun 
14:30 Söfnun lýkur – Afritun og vafaatriði
15:00 Flokkun og samantekt Hákon Gunnarsson
15:20 Umræður og næstu skref
15:50 Lokaorð Bergljót Kristinsdóttir

Hákon Gunnarsson stýrir fundinum.