Fjölbrautarskólinn í Breiðholti - Reykjavík

Reykjavíkurþing

Reykjavíkurþing Samfylkingarinnar 2022 verður haldið næstkomandi laugardag 26. mars kl. 11:00. Á þinginu gefst gestum tækifæri til að taka þátt í að móta stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.

Reykjavíkurþingið verður haldið í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 16:00.

Á síðustu vikum hefur farið fram kröftugt málefnastarf en Reykjavíkurþingið er lokahnykkur þeirrar vinnu.

Samfylkingarfólk er hvatt til þess að fjölmenna á þingið, taka þátt í stefnumótuninni og eiga skemmtilega stund með jafnaðarmönnum í borginni.

Skráning hér.

Dagskrá Reykjavíkurþings 2022:

11:00 - Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, setur þingið
11:05 - Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, ávarpar þingið
11:25 - Formenn málefnahópa kynna stefnudrög
12:15 - Hádegishlé, léttur hádegisverður í boði
13:15 - Málefnahópar rýna stefnu drög
14:45 - Kaffihlé
15:00 - Formenn málefnahópa taka saman og kynna afrakstur dagsins
16:00 - Áætluð þinglok

Öll velkomin, flokksfélagar og önnur áhugasöm. Hjólastólaaðgengi til staðar.

Sjáumst á laugardaginn í baráttuhug!