Sóltún 26

Staðan í Úkraínu

Alþjóðamálahópur Samfylkingarinnar boðar til umræðufundar um þá grafalvarlegu stöðu í Úkraínu eftir innrás Rússlands.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, heldur erindi ásamt Oddnýju Harðardóttur sem situr í Þjóðaröryggisráði.

Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og sérfræðingur í jafnréttismálum mun leiða fundinn og stjórna umræðum.

Öll velkomin.