Eyravegur 15, Selfoss

Opinn fundur til undirbúnings bæjarstjórnakosninga á Selfossi

Samfylkingin í Árborg boðar til opins fundar til undirbúnings bæjarstjórnakosninga í vor
í Samfylkingarsalnum að Eyravegi 15 á Selfossi, laugardag 5. mars kl 11:00

Fólk sem hefur áhuga á að gefa kost á sér á lista Samfylkingarinnar eða að koma með ábendingar um góða frambjóðendur, er hvatt til að hafa samband við fulltrúa í uppstillingarnefnd og eins að mæta á fundinn.

Ákveðið hefur verið að skipa uppstillingarnefnd til að gera tillögu um framboðslista.
Tengiliðir uppstillingarnefndar eru:
Soffía Sigurðardóttir, gsm 8974897, [email protected]
Magnús J. Magnússon, gsm 8932136, [email protected]

Fundurinn er öllum opinn og fólk hvatt til að koma áherslumálum sínum á framfæri og einnig gefast kostur á að spjalla ið bæjarfulltrúa og mögulega frambjóðendur.

Stuttar fréttir af bæjarfulltrúm Samfylkingarinnar í Árborg:
Arna Ír, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur gefið kost á sér til að leiða komandi lista.
Eggert Valur, annar bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, er fluttur úr bæjarfélaginu og er því hættur í bæjarstjórn.
Klara Öfjörð, 1. varafulltrúi, hefur tekið sæti hans í bæjarstjórn til vors.
Sigurjón Vídalín, bæjarfulltrúi Á-listans, hefur gengið til liðs við Samfylkinguna, en hann hefur tekið öflugan þátt í meirihlutasamstarfinu þetta kjörtímabil. 

Við bjóðum Klöru og Sigurjón hjartanlega velkomin til starfa.