Bókasafn Kópavogs

Samstöðufundur í Kópavogi

Miðvikudaginn 27. apríl 2022 ætlum við að halda fund  í Bókasafni Kópavogs – 1. Hæð klukkan 16.30 – 18.00

Þangað er boðið öllum frambjóðendum á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar auk velunnara og stuðningsmanna. Allir sem fá þetta fundarboð eru hvattir til að taka með sér fjölskyldumeðlimi og gesti.

Við ætlum að stilla saman strengi fyrir lokasprettinn sem framundan er í kosningabaráttunni.

Frambjóðendur munu halda stuttar ræður og fara yfir stefnuáherslur og þau málefni sem við stöndum fyrir í Kópavogi.  Sýnt verður áður óbirt efni sem haldið verður á lofti í kynningarstarfinu.  Greint verður frá viðburðum og fundum sem eru í farvatninu og fleira. 

Rannveig Guðmundsdóttir ætlar að halda brýningarræðu og margt fleira verður á dagskrá.  Sumt af því mun koma á óvart. 

Fundurinn hefst klukkan 16.30 og stendur til klukkan 18 og veitingar verða á staðnum

Mætum öll og stillum saman strengina.   Við ætum að nútímavæða Kópavog.

XS í Kópavogi 2022  - Að sjálfsögðu!